Skírnir - 01.01.1935, Page 191
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
189
hefir verið hafður til að helga landið,1) og ber það einnig
vott um trú landnámsmannsins. Nafnið Helgafell sýnir enn
í dag, að trú hefir verið höfð á fjallinu í heiðni, og frásögn
sögunnar um það, að Þórólfur hafi trúað því, að hann og
frændur hans myndu fara í fjallið, er þeir dæju, á sér
hliðstæður í öðrum frásögnum (Sel-Þórir, Kráku-Hreiðar,
Svanur í Bjarnarfirði, Hvammverjar). Bæjarnafnið Hof-
staðir ber vott um, að hof hefir verið byggt þar, og lýsing
sögunnar á hofinu er í góðu samræmi, bæði við aðrar hofa-
lýsingar í fornum ritum, og við þær upplýsingar, sem upp-
gröftur á hofrústum hefir gefið á seinni tímum. Hvað sér-
staklega snertir þinghald Þórólfs, þá gat eg þess áður, að
allar líkur bentu til þess, að landnámsmenn hefðu fljót-
lega tekið upp þinghöld hér á landi, er þeir voru setztir
hér að, að sið frænda sinna í öðrum löndum. Sögnin um
þinghald Þórólfs er því allt annað en ósennileg, og þegar
litið er til þess, sem áður var sagt um heimildir Eyr-
byggju, þá sýnist vera ástæðulaust að efast um það, að
minningin um þetta þinghald hafi getað geymzt allan tím-
ann niður.til þess að sagan var skráð, og það enn frekar
fyrir þá sök, að sögulegir og eftirminnilegir viðburðir eiga
að hafa gerzt á þingi þessu og leitt til þess, að það var
flutt af forna þingstaðnum á nýjan þingstað, þ. e. bar-
dagi Þórsnesinga og Kjalleklinga á þinginu.
Eyrbyggja segir svo frá landnámi Þórólfs, að þegar
hann hafi komið hingað undir landið, hafi hann kastað
fyrir borð öndvegissúlum þeim, er staðið höfðu í hofi því,
er hann hafði varðveitt í Noregi, og hafi Þór verið skorinn
á annari súlunni. Hafi Þórólfur mælt svo um, að hann
skylai byggja þar á íslandi, sem Þór léti þær koma á land.
Eins og kunnugt er, eru margar frásagnir, bæði í Land-
námu og í sögunum, hliðstæðar þessu (Ingólfur Arnar-
son, Loðmundur gamli, Hásteinn Atlason, Hrollaugur
Rögnvaldsson, Þórður skeggi, Auður djúpúðga). Höfund-
1) Dag Strömback í Festskr. tillágnat Axel Hágerström, bls.
210—211, 219.