Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 192
190
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
ur Eyrbyggju sýnist hugsa sér, að þetta hafi gerzt út af
Snæfellsnesi, því hann segir, að þeir Þórólfur hafi séð, að
firðir stórir skárust inn í landið, og að súlunum hafi svif-
ið til hins vestra fjarðarins, er þær hóf fi'á skipinu, þ. e.
inn á Breiðafjörð. Þórólfur sigldi síðan inn fjörðinn og
„tók land fyrir sunnan fjörðinn nær miðjum, ok lagði
skipið á vág þann, er þeir kölluðu Hofsvág síðan“. Það er
fjörðurinn sem nú er nefndur Hofstaðavogur eða Arnar-
staðavogur. Síðan segir söguritarinn svo frá: „Eptir þat
könnuðu þeir landit ok fundu á nesi framanverðu, er var
fyrir norðan váginn, at Þórr var á land kominn með súl-
urnar. Þat var síðan kallat Þórsnes“. Síðan er sagt frá því,
að Þórólfur hafi numið land utan frá Stafá og inn til Þórs-
ár. Seinna í þessum sama kapitula segir, að Þórólfur hafi
ltallað Þórsnes milli Vigrafjarðar og Hofsvogs. Vigra-
fjörður er fjörðurinn, sem skerst inn frá austri gagnvart
Hofsvogi, og nú er kallaður Sauravogur. Með þessu hlýt-
ur að vera átt við það, að Þórólfur hafi nefnt nesið allt,
sem gengur fram fyrir utan Vigrafjörð og Hofsvog, einu
nafni Þórsnes, enda segir sagan, að fjallið Helgafell standi
í þessu nesi.
Landnámu greinir lítilsháttar á við Eyrbyggju í þess-
ari frásögn. Hún bætir því þannig við sögu Eyrbyggju, að
Þórólfur hafi, er hann skaut öndvegissúlunum fyrir borð,
heitið að helga Þór allt landnám sitt og kenna við hann.
Samkvæmt þessu segir hún svo síðar, að hann hafi kallað
allt landnám sitt, frá Stafá inn til Þórsár, Þórsnes. Hér
virðist efalaust vera um einhverja afbökun að ræða, og
frásögn Eyrbyggju sýnist hér vera réttari. Það virðist
vera fjarri öllum sanni, að nefna allt svæðið frá Stafá til
Þórsár nes. Það er engin neslögun á því, nema aðeins á
þeim hluta þess, er Eyrbyggja segir að nefndur hafi verið
Þórsnes, svæðinu fyrir utan Vigrafjörð og Hofsvog. Land-
náma segir líka frá fundi öndvegissúlnanna með nokkuð
öðrum orðum en Eyrbyggja. Hún segir, að Þórólfur hafi
fundið „Þórr rekinn í nesi einu; þat heitir nú Þórsnes.
Þeir lendu þar innfrá í váginn, er Þórólfr kallaði Hofs-