Skírnir - 01.01.1935, Side 193
Skírnir]
Þing Þói'ólfs Mostrarskeggs.
191
vág“. Hér er sá munur á Eyrbyggju og Landnámu, að
Landnáma segir berum orðum, að nesið, þar sem Þór kom
á land, sé nú, þ. e. þegar þessi kafli Landnámu var ritaður,
nefnt Þórsnes, og í annan stað virðist Landnáma gefa það
í skyn, að nes þetta hafi verið utan til við Hofsvog, þar
sem hún segir, að þeir hafi lent þar innfrá í voginn. En
líklega er hér enginn efnismunur frá því sem er í Eyr-
byggju, því þar segir, að súlurnar fyndust á nesi framan-
verðu, er var fyrir norðan voginn. Samkvæmt því, sem
áður var sagt, er líklegt, að þau rittengsl séu hér með
Landnámu og Eyrbyggju, að þessi kafli Landnámu sé að-
eins útdráttur úr Eyrbyggju, og er því eigi mikið upp úr
þessum mun leggjandi.
Loks segir Eyrbyggja frá því, að þar sem Þór hafði
á land komið „á tanganum nessins“, lét Þórólfur hafa
dóma alla og setti þar héraðsþing. Landnámu ber saman
við þetta nema hvað í hana vantar orðin „á tanganum
nessins“.
I þessari frásögn Eyrbyggju er nafnið Þórsnes notað
með tvennum hætti. Annarsvegar er það nafn á öllu nes-
inu, sem gengur fram fyrir utan Hofsvog og Vigrafjörð.
í þeirri merkingu táknar það því nokkuð víðáttumikið
svæði, svæði sem á seinni öldum nær yfir lönd margra
jarða. 1 þessari merkingu er það með öðrum orðum byggð-
arnafn. En á hinn bóginn er líka nefnt Þórsnes eitthvert
lítið nes norðanvert við Hofsvog. Þar er nafnið notað sem
staðarnafn. Þesskonar tvöföld notkun á sama nafninu
þekkist einnig annars staðar á landinu. í 28. kap. Egils-
sögu segir þannig frá því, að þeir Skallagrímur komu á
nes eitt lítið og veiddu þar álftir nokkurar og kölluðu
Álftanes. í 58. kap. sömu sögu í Möðruvallabók er talað um
Lambastaði á Álftanesi. Þar er Álftanes byggðarnafn, lík-
lega nesið allt milli Langárósa og Álftárósa. Nesið milli
Kollafjarðar og Skerjafjarðar hefir heitið Seltjarnarnes
frá fornu fari. En einn af bæjunum á því nesi hét líka
Seltjarnarnes langt fram eftir öldum. Nafnið var því bæði
byggðarnafn og bæjarnafn.