Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 195
Skírnir] Þing Þórólfs Mostrarskeggs. 193
fornu, að flæðisker og yfirleitt land sem sær féll yfir á
flæðum, væri vanheilagt land. Þessi skoðun lýsir sér einna
skýrast í því tvennu, að slíkir staðir voru aftökustaðir
.sakamanna og greftrunarstaðir ódáðamanna. Kemur
þetta hvorttveggja sérstaklega skýrt fram í fornlögum
Norðmanna. í Frostuþingslögum XIV, 12, segir, að ár-
maður konungs eigi að halda þjóf til þings „ok af þingi
í fjöru, en ármaður fái mann til at drepa hann'1.1) í 23.
kap. Gulaþingslaga er svofellt ákvæði um líkagröft: „Þat
•er nú því næst, at mann hvern skal til kirkju færa, er
dauðr verðr, ok grafa í jörð helga, nema ódáðamenn, drott-
insvika ok morðvarga, tryggrofa ok þjófa, ok þá menn, er
sjálfir spilla önd sinni. En þá menn er nú talda ek skal
grafa í flæðarmáli, þar sem sær mætisk ok græn torfa“.2)
Sömu skoðunar verður vart í lögum germanskra þjóða ut-
an Norðurlanda. í hinni svonefndu Additio sapientum við
lög Frísa (Lex Frisionum) er merkilegt ákvæði aftan úr
heiðni, þar sem svo er mælt fyrir, að maður, sem saurgar
hof eða helgistaði, skuli leiddur til sjávar og fórnaður goð-
unum í sandinum, sem sær fellur yfir á flæðum (in sabulo
quod accessus maris operire solet). I íslenzkum lögum
gætir þessa ekki, nema hvað ákvæðið í Frostuþl. XIV, 12,
sem getið var um, var tekið upp í Járnsíðu Þjófab. 2, en
komst hins vegar eigi þaðan í Jónsbók. En menjar þess-
arar fornu skoðunar hafa geymzt í íslenzkum sögnum.
Berserkirnir, sem Grettir vann í Haramsey, voru dysjaðir
í flæðarurð.3 4) Ólafur Tryggvason lét flytja Eyvind keldu
og félaga hans í flæðisker, blinda þá og binda, og létu þeir
þar líf sitt.1) Suttungur jötunn flutti dvergana, sem drep-
1) Ákvæði þetta er tekið úr Frþl. i Landslög Magn. lagabætis
Þb. 2.
2) Sama ákvæðið er í hinum svonefnda Krr. Sverris konungs,
■81, og með öðru orðalagi í Krr. Eiðsivaþingslaga I, 50, og hinum
nýrri Krr. Borgarþingslaga, 8.
3) Grettiss., kap. 19.
4) Fornmannas. II, bls. 142.
13