Skírnir - 01.01.1935, Page 196
194
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
ið höíðu foreldra hans, í flæðarsker.1) — Skýring sög-
unnar á nafni þessu gæti því vel verið rétt, og það, að sker
með þessu nafni er sýnt enn í dag við Haugsnes, gæti því
virzt nokkuð traust sönnun þess, að þingið hafi verið háð
í Haugsnesi. Nafnið Dritsker á skerinu við Haugsnes verð-
ur þó ekki rakið lengra aftur í tímann en til 18. aldar.
Þess er fyrst getið í ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar.2 3) Virðast þeir gera ráð fyrir, að þing-
ið hafi verið haldið í Haugsnesi, og finnst þeirrar skoðun-
ar fyrst getið hjá þeim. Sama skoðun kemur fram hjá síra
Gísla Ólafssyni, er þá var aðstoðarprestur á Helgafelli, í
skýrslu hans til fornleifanefndarinnar 7. ágúst 1817. Aft-
ur á móti er það eftirtektarvert, að hvorki Oddur Hjalta-
lín né Bogi Benediktsson, sem einnig gáfu nefndinni
skýrslur um Helgafellssveit, Oddur 10. sept. 1817 og Bogi
2. jan. 1818, og báðir hafa verið þar nákunnugir, nefna
Dritsker eða Haugsnes. Árni Thorlacius lýsti bæði Drit-
skeri og Haugsnesi í ritgerð sinni um örnefni í Þórsnes-
þingi.:i) Kálund lýsti einnig staðnum og telur Haugsnes
þingstað Þórólfs, þó með nokkurri efasemd, er síðar verð-
ur minnzt á.4) Sigurður Vigfússon ritaði ítarlega um staði
þessa og hélt því mjög eindregið fram, að þing Þórólfs
hefði verið í Haugsnesi.5) Loks hafa þeir W. G. Colling-
wood og Jón Stefánsson lýst Hofstöðum og Dritskeri og
1) Snorra-Edda, Skáldskaparm., kap. 5. Líklega eru það menj-
ar sömu skoðunar, er Eyi'byggja, kap. 63, lætur Alftfirðinga velta
líki Þórólfs bægifóts niður í fjöru og brenna það þar. Merkileg er
frásögn Landnámu, kap. 160, um það, að Auður djúpúðga hafi ver-
ið „grafin í flæðarmáli, sem hon hafði fyrir sagt, því at hon vildi
eigi liggja í óvígðri moldu, er hon var skirð“. Vildi Auðui' með
þessu litillækka sig, hin kristna kona, er fannst hún eigi hafa hald-
ið trú sina nógu vel innan um heiðingjana, eða vildi hún ganga í
berhögg við hina heiðnu lífsskoðun og sýna, að hún metti alla leg-
staði jafna, úr því hún eigi átti þess kost, að hvíla í vigðri moldu?
2) Reise igennem Island, bls. 364.
3) Safn til sögu ísl. II, bls. 282, 285.
4) Hist.-topogr. Beskr. af Isl. I, bls. 436—438.
5) Árb. hins isl. fornleifafél. 1882, bls. 93—95.