Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 197
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
195
virðast þeir telja, að þingstaðurinn hafi verið í túninu á
Hofstöðum.1 2)
Eg kom í Haugsnes sumarið 1932 og skoðaði staðinn
nokkuð nákvæmlega. Búðarústir eða aðrar fornmenjar,
sem bent gætu til þinghalds, eru þar engar sýnilegar, og
mér virtist staðurinn yfirleitt ólíklegur til að hafa verið
þingstaður og ólíkur öðrum þingstöðum, sem eg hefi séð
hér á landi. Nesið er láglent og mýrlent og nærri mis-
hæðalaust og enginn staður er á því, sem líklegur er til
að hafa verið þingbrekka. Ðritsker, sem svo er kallað, er
að vísu þar fyrir framan skammt frá nesinu, en þess má
sjá glögg merki, að sjór hefir gengið allmikið á landið um
þessar slóðir, og mér virtist, að í rauninni væri það ekki
ótrúlegt, að Dritsker hefði verið landfast á söguöld. Það
vaknaði því hjá mér nokkur efi um það, hvort þingið hefði
verið háð á þessum stað. Eg áræddi þó eigi að svo konmu
að ganga í gegn hinni ríkjandi skoðun um þetta. og í
greinarkorni, sem eg ritaði þá skömmu síðar, um nokkra
sögustaði í Þórsnesi, tala eg um Haugsnes sem þingstað
Þórólfs.-)' Eg hefi síðan athugað þetta mál nokkuð nán-
ara og komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi skoðun sé
röng og að þingstaðarins sé annarsstaðar að leita.
Eins og eg gat um hefir svipaður efi vaknað hjá Ká-
lund. Hann talar að vísu um Haugsnes sem „Torolv
Mostrarskeggs ærværdige tingsted“, en getur þess síðan
í neðanmálsgrein,3) að af samanburði á Landnámu og
Eyrbyggju „synes det med temlig sikkerhed at fremgaa,
at den del af Torsnæs, hvor Torsbilledet drev i land, var
det nu sákaldte Jónsnæs, der danner den nordlige begræns-
ning for Hovstaðavág, og at tinget af Torolv indrettedes
pá netop denne del af Torsnæs“. Að sömu niðurstöðu hefi
eg komizt, að þingstaðurinn hafi verið úti í Jónsnesi, en
ekki í Haugsnesi.
1) A pilgrimage to the Saga-st. of Icel., bls. 86—88.
2) Árb. ferðafél. ísl. 1932, bls. 47—53.
3) Hist.-topogr. Beskr. af Isl. I, bls. 437.
13*