Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 198
196
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
Rökin, sem að því hníga, eru mörg, bæði í Eyrbyggju
sjálfri og öðrum heimildum. Að því er fyrst snertir það
atriði, sem Kálund bendir á, þá er það alveg rétt, að Land-
náma bendir, eins og áður var lýst, nokkru eindregnar til
þess en Eyrbyggja, að átt sé við nesið yzt við voginn, en
á þeim mun er ekki mikið að byggja vegna rittengslanna,
sem þar eru á milli.
Eyrbyggja segir, að súlurnar fyndust „á nesi framan-
verðu“, er var fyrir norðan voginn, og að Þórólfur hafi
sett þingið, þar sem Þór hafði á land komið „á tanganum
nessins“. Orðalagið á frásögn þessari er ekki þýðingar-
laust, er þess er gætt, að allar líkur eru til þess, að höf-
undurinn hafi verið kunnugur staðnum, sem hann er að
segja frá, og sem þá var talinn hafa verið þingstaður Þór-
ólfs. Engum, sem komið hefir í Haugsnes, mun blandast
hugur um, að þetta orðalag á ekki vel við þann stað. Nesið
er svo lítiðog stutt,að ekki ervel viðeigandi að tala umþað,
sem sé á því framanverðu, eða um tangann nessins, nema
ef Dritsker hefir þá verið nestáin og jarðvegur eigi brot-
inn af þar á milli. Hinsvegar á orðalagið „á nesi framan-
verðu, er var fyrir norðan váginn“ mjög vel við Jónsnes,
sem er yzt við voginn að norðan, og er í fullu sami'æmi við
málvenju þar í sveitinni enn í dag.
Eyrbyggja segir, að súlurnar hafi fundizt reknar í
nesinu. Inn á Hofsvog er ekki greið leið. Eyjar og sker
liggja fyrir minni hans og grunn sund á milli. Sjálfur er
vogurinn mjög grunnur og þornar langt út eftir á fjöru.
Allar líkur eru því til þess, að reka, sem þar bæri að,
myndi festa einhversstaðar úti í eyjunum eða á útnesjun-
um, og það sýnist hljóta að vera sjaldgæf tilviljun, að
hann geti borið alla leið inn í Haugsnes.
Þau atriði, sem nú hafa verið nefnd, skera þó eigi úr
um þetta mál. En hér koma önnur veigameiri atriði líka
til greina.
Fyrst er þar þess að geta, að Haugsnes er nefnt i
Eyrbyggju. Hún segir, í 9. kap., að Þórólfur hafi verið
heygður „í Haugsnesi út frá Hofstöðum". Þetta getur vel