Skírnir - 01.01.1935, Síða 199
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
197
átt við nesið, sem nú er nefnt Haugsnes. Það er út frá
Hofstöðum. En þetta sýnir líka, að örnefnið Haugsnes
hefir verið til í Helgafellssveit um þær mundir, sem Eyr-
byggja var rituð. Það nes hefir verið í námunda við Hof-
staði, fyrir utan þá, og því norðanvert við voginn. Nú
sýnir Eyrbyggja einnig, eins og áður var bent á, að ör-
nefnið Þórsnes var líka til í sveitinni, þegar sagan var
rituð, og að það nes var einnig norðanvert við Hofsvog.
Það sýnist nú vera næsta ólíklegt, að hér sé um sama
nesið að ræða, er átt hafi sér tvö nöfn, og sé nefnt sínu
nafninu í hvert skipti í sögunni. Líklegra er, að hér sé
um tvö nes að ræða. Þau hafa bæði verið norðanvert við
Hofsvog og þar sýnist varla vera um önnur nes að ræða,
en nesið fyrir utan Hofstaði, sem nú er nefnt Haugsnes,
og nesið yzt við voginn, þar sem nú heitir Jónsnes. Að
vísu væri hugsanlegt að nafnaskipti hefðu orðið á nesjun-
um síðan, en hitt verður þó að teljast líklegra, að nesið,
sem sagan nefnir Haugsnes, sé hið sama og enn er nefnt
því nafni.
I ll. kap. Eyrbyggju segir frá því, að þegar þingið
hafði verið flutt inn á nesið, eftir deilur þeirra Þórsnes-
inga og Kjalleklinga, hafi Þorsteinn þorskabítur látið gera
bæ „þar í nesinu nær því, sem þingit hafði verit“. Þannig
stendur þetta í handritum sögunnar og verður það eigi
skilið á nema á einn veg, að bærinn hafi staðið nærri
gamla þingstaðnum.1) Sagan bætir því við, að bæ þennan
hafi Þorsteinn þorskabítur gefið frænda sínum, Þorsteini
surt, og hafi hann búið þar síðan. Því miður skýrir sag-
an eigi frá nafni þessa bæjar, en þingstaðurinn forni hét
Þórsnes og því væri ekki ólíklegt, að þessi bær, er gerður
var þar í nesinu í nánd við þingstaðinn, hafi verið nefndur
Þórsnes. Nú vill svo til, að í 10. kap. Laxdælu er sagt, að
1) í einu handriti, Lbs. 982, 4to, er sagt, að bærinn væri
byggður nær því, er þingið hafði verið sett. Handrit þetta er pappírs-
handrit frá 19. öld og er ekkert leggjandi upp úr einstæðum leshætti í
jafn ungu handriti, enda þó það að sumu leyti sé merkt.