Skírnir - 01.01.1935, Page 200
198
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
Þorsteinn surtur hafi búið í Þórsnesi. Þórsnes getur hér
verið eitt af tvennu, bæjarnafn eða byggðarnafn, og það
virðist a. m. k. vera eins líklegt, að þegar sagan segir, að
Þorsteinn hafi búið í Þórsnesi, þá sé hún að segja frá
bænum, sem hann bjó á, eins og að hún sé að nefna
byggðina, sem hann bjó í. Nýi bærinn ætti þá að hafa
heitið einmitt því nafni, sem líklegast er, að hann hafi
heitið, Þórsnes.
Nú á tímum er það almenn skoðun, að hér sé átt við
bæinn á Þingvöllum og að texti Eyrbyggjuhandritanna sé
rangur á þessum stað. Fyrstur mun Guðbrandur Vigfús-
son hafa sett þessa skoðun fram,1) og í flestum hinum
nýrri útgáfum sögunnar hefir orðunum flutt eða sett ver-
ið bætt inn í textann á þessum stað, þannig að textinn
hljóðar svo: „nær því er þingit hafði verit flutt (sett)“■
Breyting þessi á sýnilega rætur sínar að rekja til þeirrar
skoðunar, að fyrra þingið hafi verið í Haugsnesi. Þar
1) í neðanmálsgrein í 2. útg. af N. M. Petersens Hist. Fort.
om Isl. Færd ude og hjemme, III, bls. 14, getur Guðbr. þess, að í
útgáfu sögunnar vanti orðið sett eða flutt, því að hér sé átt við
bæinn Þingvelli, sem liggi við nýja þingstaðinn. Guðbr. sýnist þó
hafa horfið frá þessari skoðun. í Eyrb. útg. sinni (Leipzig 1864)
breytir hann ekki tekstanum og hann lætur það í ljós í formálan-
um (bls. XIX), að vafi sé á því, hvar þingstaðirnir hafi verið, hinn
fyrri og hinn nýi. í útg. í Origines Isl. I, bls. 265, er hvorki í text-
anum sjálfum né í ensku þýðingunni, sem honum fylgir, tekið tillit
til þessarar skoðunar. Sama er að segja um útg. Þorleifs Jónssonar
(Akureyri 1882) og þýðingu W. Morris og Eiríks Magnússonar
(Saga-Libr. II, bls. 18). Hins vegar hafa þeir Kálund (Hist.-
topogr. Beskr. I, bls. 442), Sig. Vigfússon (Árb. fornl.fél. 1882, bls.
104), Gering (í útg. sinni, Halle 1897), Valdem. Ásmundsson (í útg.
sinni, Rv. 1895) og Ben. Sveinsson (í útg. sinni, Rv. 1920) fallizt á til-
gátu Guðbrands og þessi leiðrétting hans er og tekin 'til greina í
flestum nýrri þýðingum af sögunni, t. d. í hinni sænsku þýðingu
Lönnbergs (1873), i 3. útg. af hinni dönsku þýðingu N. M. Peter-
sens, er þeir W. Dahlerup og Finnur Jónsson endurskoðuðu (1901),
þýð. Jakobs Sverdrup á norskt landsmál (1912), þýð. F. Niedners
á þýzlcu (1920) og þýð. Sig. Ang. Wiiks á norskt ríkismál (1926).
í hinni nýju útg. fornritafélagsins er hins vegar handritunum íylgt-