Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 202
200
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
mundi ábóta Kálfssyni, fyrsta ábóta klaustursins, og þess-
vegna gerð einhvern tíma á fyrstu 4 árum klaustursins
á Helgafelli,1) því Ögmundur ábóti drukknaði 1188. I
þessari skrá er klaustrið sagt eiga 4 lönd, en eigi verður
séð, hvort heimalandið sé með í þeirri tölu. Sé máldaginn
gerður um 1274, hefði klaustrið því á fyrstu 86—90 árun-
um bætt við sig 8—9 jörðum og í þeirri tölu væru allar
eyjarnar 5, sem vafi er á, hvort byggðar hafi verið, er
máldaginn var gerður, því engin þeirra er talin í þeim 4
löndum, sem klaustrið átti, er skipulagsskráin var gerð.
Þetta er lítil aukning á svo löngum tíma og ólíkleg, þegar
litið er til þess, sem oss annars er kunnugt um fjárafla
klaustranna hér á landi. í næsta máldaganum á eftir, sem
gerður er nálægt 1378,2) eru jarðir klaustursins taldar
vera 56 að meðtöldum nokkrum eyjajörðum, sem þá voru
í eyði. í stað þess að klaustrinu hefðu bæzt 8—9 jarðir
fyrstu 86—90 ár veru sinnar á Helgafelli, hefðu því átt
að bætast 44 jarðir á næstu 104 árunum þar á eftir, ef
máldaginn væri frá 1274. Mér þykir þessi mikli munur
ótrúlegur og vil því gizka á, að máldaginn sé eldri, frá
fyrsta fjórðungi 13. aldar, svipuðum tíma og Eyrbyggja
var rituð á.
í máldaga þessum eru jarðir klaustursins taldar með
nafni. Þingvellir eru eigi í þeirri tölu. Hinsvegar eru
nefndir meðal eyja þeirra, er klaustrið átti, Þingvallar-
hólmar. Þessir hólmar hafa dregið nafn sitt annaðhvort
af jörðinni, Þingvelli, og þá væntanlega af því, að þeir
hafa legið undir þá jörð, eða af þingstaðnum, og þá senni-
lega af því, að þeir hafa legið nærri þingstaðnum, fram
af honum, og verið kenndir við hann. Hið síðara gæti vel
hafa átt sér stað. Rétt fyrir framan Þingvelli eru hólmar,
sem nefndir eru Klofningar á korti herforingjaráðsins.
Það sýnist vera eðlilegt, að þeir hefðu verið kenndir við
þingstaðinn. Gegn því að hólmarnir séu kenndir við jörð-
1) ísl. foi’nbréfas. I, nr. 69.
2) ísl. fornbréfas. III, nr. 271.