Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 203
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
201
ina Þingvöll mælir það, að jörðin er ekki talin meðal eigna
klaustursins þá og þó átti Helgafellsklaustur landið, sem
Þingvellir standa í, um þær mundir. Þetta síðastnefnda
er Ijóst af fornri landamerkjaskrá Helgafells, sem rituð
mun vera skömmu eftir dauða Hallkels ábóta (d. 1244),
líklega nálægt 1250.’) Þar er Mjóvifjörður, sem nú er
nefndur Nesvogur, talinn skipta löndum milli Ilelgafells
og Grunnasundsness, en Þingvellir eru Helgafellsmegin
við Mjóvafjörð. Þetta virðist sýna, að Þingvellir hafi enn
eigi verið byggðir um þessar mundir. Um 1378 er þar
hins vegar komin byggð, því að þá eru þeir taldir meðal
jarða klaustursins í máldaga þess. Þess var áður getið, að
bærinn á Þingvöllum er í miðjum þingstaðnum. Ólíklegt
verður það að teljast, að bærinn hefði verið settur þann-
ig innan um búðirnar, meðan þingið enn var við líði. Þórs-
nesþing var haldið allt til loka lýðveldistímabilsins, síðast
að því er vitað er árið 1261.1 2) Allar þessar líkur virðast
benda til þess, að Þingvellir séu eigi byggðir fyrr en
seint á 13. öld. Þeir eru byggðir í heimalandi staðarins,
enda oft taldir hjáleiga frá staðnum á seinni öldum. Þeir
sýnast því ekki vera sögualdarbær, heldur heyra til því
stigi í byggingarsögu landsins, sem kenna má við hjáleig-
urnar og hefst fyrir alvöru í lok 13. aldar.
Þetta allt mælir á móti því, að breytingin á texta Eyr-
byggju, sem áður var getið, sé réttmæt og að Þorsteinn
borskabítur hafi byggt Þingvelli handa Þorsteini surt,
frænda sínum. En hvar var þá bærinn, sem hann byggði
handa honum?
I máldaganum í Isl. fornbréfas. II, nr. 48, eru jarðir
klaustursins, 7 að tölu, nafngreindar. Þær eru sýnilega
taldar í réttri röð, byrjað innanfrá og haldið úteftir. Fyrst
er talin ein jörð inni á Skógaströnd, Breiðibólsstaður. Þá
er komið út í Helgafellssveitina og taldar jarðirnar Saur-
ar, Hofstaðir, Ögur, „Þórsnesland" 3) og Grísahváll. Loks
1) ísl. fornbr.s. I, nr. 142.
2) Sturlunga IV, bls. 131.
3) Þórnes er efalaust ritvilla fyrir Þórsnes. Jörðin hefir heit-