Skírnir - 01.01.1935, Page 204
202
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
eru síðast taldir Þrándarstaðir, sem eru úti undir Jökli, í
Neshreppi utan Ennis. Allar þessar jarðir eru þekktar á
síðari öldum, nema Þórsnes. Það bæjarnafn er nú gleymt
og annaðhvort er því um eyðibýli að ræða eða að nafn
bæjarins hefir breytzt.
Það virðist nú fyrst og fremst Ijóst, að bær þessi hefir
verið í Helgafellssveit. Hann er talinn á milli tveggja
bæja í þeirri sveit, Ögurs og Grísahváls. Bæði nafnið og
röðin bendir ennfremur til þess, að hann hafi verið fyrir
neðan vogana, úti í Þórsnesinu. Fyrir ofan vogana er eng-
inn bær á milli Saura og Grísahváls, er heitir -nes, og ekki
líklegt, að bær með því nafni hafi nokkru sinni verið þar.
í Þórsnesinu sjálfu eru tveir bæir með nes-nafni, Grunna-
sundsnes og Jónsnes, auk þeirra var þar kot, hjáleiga frá
Grunnasundsnesi, sem hét Búðanes, en það býli mun
vera miklu yngra. Grunnasundsnes getur ekki verið átt
við. Sú jörð er nefnd því nafni um líkt leyti, í landamerkja-
skránni um 1250. Auk þess eignaðist klaustrið þá jörð
ekki fyrr en löngu seinna, á dögum Ásgríms ábóta, eftir
miðja 14. öld.* 1) Þar sem Þórsnes er talið á eftir Hofstöð-
um og Ögri, virðist það hafa verið utar á nesinu en þær
jarðir. Bendir þetta allt til Jónsness, enda er ekki kunn-
ugt um neitt eyðibýli, sem þetta geti átt við. Ennfremur
styrkir það þá skoðun, að Þórsnes sé Jónsnes, að klaustrið
sýnist eiga landið, sem Jónsnes er í. Að minnsta kosti á
það þá sumar eyjarnar, sem fylgja Jónsnesi, svo sem
Knífsey og Ólafsey. Þær eru taldar meðal eyja klausturs-
ins í máldaganum. Loks er að geta þess, að Þórsnes er
eigi nefnt í síðari máldögum klaustursins, en þegar í mál-
daganum næsta á eftir þessum, máldaganum frá 1378, er
Jónsnes nefnt í þess stað.
Allar þessar líkur benda til þess, að jörðin Jónsnes
hafi áður heitið Þórsnes, og líkurnar eru svo miklar, að
ið því nafni. Það er mjög’ algengt í kirknamáldögum, að orðið land
er tengt þannig við bæjarnafnið.
1) ísl. fornbr.s. III, nr. 260.