Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 206
204
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
mér virðast þær stappa nærri fullri sönnun. Er það og í
fullu samræmi við Eyrbyggju, sem segir, að súlurnar fynd-
ust á nesi framanverðu, sem var norðanvert við voginn.
Jónsnes er einmitt yzt á nesinu norðan við Iiofsvog. Er
þá fundið Þórsnesið, þar sem Þór tók land og Þórólfur
Mostrarskegg setti þing sitt. Og Jónsnes er þá bærinn,
sem Þorsteinn þorskabítur lét gera og gaf frænda sínum,
Þorsteini surt.
Jörðin, sem nú heitir Jónsnes, hefir því heitið Þórs-
nes að fornu. Hún hefir skipt um nafn, Jón hefir komið
í stað Þórs. Nafnið Jónsnes ber sjálft það vitni um aldur
sinn, að það sé orðið til í kristni. Nánara getum vér á-
kvarðað það svo, að bæjarnafnið hefir breytzt einhvern
tíma á árabilinu frá því nokkru eftir 1200 og fram að-
1378. Mér hefir dottið í hug skýring á því, hvernig á þeirri
breytingu hefir staðið, skýring, sem vitanlega er ekki
annað en getgáta. Einhverjum ábótanum á Helgafelli hef-
ir þótt það illa viðeigandi, að jörð, sem klaustrið átti, þar
rétt í nánd við sig, skyldi bera nafn hins heiðna goðs.
Honum hefir þótt betur fara á því, að hún bæri nafn
hins blessaða Jóns postula, sem var verndardýrlingur
kirkjunnar og klaustursins að Helgafelli. Þór hefir svo
orðið að víkja fyrir Jóni postula. Það er ekki óalgengt
hér á landi, að nöfn kirkjudýrlinganna hafi komizt inn í
bæjanöfn, t. d. Þorlákshöfn, Cecilíudalur í Blönduhlíð,
Maríubakki í Fljótshverfi, Marteinstunga í Holtum og
líklega Pétursey í Mýrdal. Þó að Jónar hafi margir verið
hér á landi, þá sér þeirra lítinn stað í bæjanöfnum. Til eru
nokkur hjáleigunöfn, sem kennd eru við Jón, Jónshús,
Jónsgerði, Jónssel, Jónsbúð, Jónshjáleiga. Af öðrum nöfn-
um hefi eg, fyrir utan Jónsnes, aðeins fundið eitt, Jóns-
staði í Öxarfirði, sem fyrst eru nefndir í Auðunnarmál-
dögum, snemma á 14. öld.1) Um þá jörð var eins ástatt og
1) ísl. fornbr.s. II, bls. 426. Þar er prentað Lónsstaðir. í hand-
ritinu hefir í fyrstu verið ritað L, en síðan dregið stryk yfir legg-
inn á stafnum og hefir með því átt að breyta honum í J. Jónsstaðir
er efalaust rétta nafnið.