Skírnir - 01.01.1935, Síða 207
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
205
um Jónsnes, að hún var eign kirkju, sem helguð var Jóni
postula, kirkjunnar í Hafrafellstungu.
Á móti því, að þing Þórólfs hafi verið úti í Jónsnesi,
mælir aðeins eitt, örnefnið Dritsker inni hjá Haugsnesi.
En fyrst og fremst getur það atriði sögunnar vel verið
þjóðsaga ein. I annan stað er engin sönnun fyrir því, að
það nafn sé eldra en frá 18. öld. Eins og áður var getið,
finnst það fyrst í ferðabók Eggerts og Bjarna. Vitanlega
gæti það verið miklu eldra. En þess er að gæta, einmitt
um örnefni eins og þetta, örnefni úr sögunum, að þau
verður að nota með sérstakri varkárni. Það er meiri hætta
á, að þau séu uppvakningar, en flest önnur örnefni, nema
ef vera skyldu örnefni á landamerkjum. Hið upphaflega
örnefni kann að hafa gleymzt. Sjálf sagan, sem það var
nefnt í, hefir ef til vill líka fallið í gleymsku þar í byggðar-
laginu. Seinna kynnast menn sögunni á ný og áhugi vakn-
ar fyrir henni. Menn fara að leita að örnefnunum og
sögustöðunum og finna þá, en það getur þá brugðið til
^eggja vona um það, hvort þeir finna hinn rétta staðinn.
Alkunnugt dæmi um örnefni, sem þannig hefir farið fyrir,
er sjálft Lögberg á alþingisstaðnum. Fá örnefni sýnast
hafa haft betri skilyrði til þess að verða varðveitt, en það
nafn. Samt fór svo, að það týndist, og þegar menn seinna
fóru að hugsa sér, hvar það hefði verið, þá lentu þeir á
skökkum stað. 1 Helgafellssveit hefir nafnið Þórsnes, sem
þó var bæjarnafn a. m. k. fram á 13. öld, gleymzt ger-
samlega. Gæti ekki eins hafa farið um Dritsker? Gæti
ekki verið, að einhver áhugasamur Eyrbyggjulesandi þar
í sveitinni hefði fest þetta nafn við skerið hjá Haugsnesi
a seinni öldum? Hvernig sem því kann að vera varið, þá
virðist þetta örnefni eitt síns liðs eigi vega á móti þeim
röksemdum, sem hér hafa verið færðar fram og benda til
Þess, að þingið hafi verið háð úti í Jónsnesi.
Mér vitanlega hefir Jónsnes aldrei verið skoðað með
það fyrir augum að leita að menjum þingstaðar þar útfrá.
Eg sneri mér því til hr. Þorleifs Jóhannessonar í Stykkis-
hólrni, sem er allra manna kunnugastur fornum menjum