Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 208
206
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
þar vestra og ágætlega glöggur og nákvæmur við athug-
un á slíku. Þorleifur skoðaði staðinn 19. apríl s.l. og gaf
mér góðfúslega lýsingu á honum og athugunum sínum þar,
í bréfi dags. 18. maí s.l. Með leyfi hans tek eg hér upp
þessa lýsingu hans.
„Landslag er mjög breytt í Jónsnesi, frá því, sem áður hefir
verið. Hefir mjög brotið þar upp af ágangi sjávar og sunnanroka,
og það bvo mjög, að nesið er nú umflotið í stórum flæðum. Einnig
hefir mjög brotið af túninu. Fyrst er eg kom í Jónsnes, um 1888,
var brotið svo, að gafl baðstofunnar var þá farinn að hrynja, og
er þó líklegt, að bærinn hafi ekki verið byggður mjög framarlega
á bakkanum.
Suðvestan við Jónsnestúnið er hólmi stór, sem kallaður er
Nónnes. Eins og nafnið bendir á, hefir hólmi þessi verið áfastur
meginlandinu, þá er nafnið var gefið, en síðan hefir land brotið
svo, að sund hefir myndazt. Nónnesið er nú tengt við Jónsnesið með
sandrifi, og þar sem skemmst er til lands eru 60 faðmar. Mér leizt
Nónnesið líklegast til að vera staður, er leitandi væri að minjum,
er bent gætu á þinghald, bæði vegna legu sinnar og landslags. Þar
er þurrlent og fagurt og liggur mjög vel við til þess að súlurnar
hefðu komið þar á land.
Nónnesið er allhátt um miðjuna. Er hæsti hluti þess á norður-
bakkanum, um 14 mtr. yfir sjávarmál. Þaðan er aflíðandi halli til
suðurs og suðausturs, en að norðvestan er allbrött brekka.
Vestan í Nónnesið gengur flátt vik og i botni þess er malarvík.
Upp af henni er slétta austur að hinni áðurnefndu brekku. Fra
sjávarbakkanum og upp að brekkurótunum eru 35 til 40 faðmar.
Slétta þessi nær að mestu austnorður á bakkann. Hún virðist hafa
blásið upp, svo að hinn forni jarðvegur er horfinn af henni mest
allri, en sýnist nú heldur vera að gróa upp aftur. Fram við bakkann
hefir verið byggður matjurtagarður, sem nú er hætt að nota. Mér
var sagt af bóndanum, sem hefir alizt upp i Jónsnesi, að einhverjar
tóftaleifar hefðu verið þar, sem garðurinn var byggður. Nokkrum
föðmum vestur frá matjurtagarðsrústinni er afarfornlegt naust
upp í bakkann. Það er 6 mtr. að lengd og hefir verið hlaðið upp
innan úr grjóti eða ef til vill úr grjóti og torfi, streng eða hnaus.
Þar sem naustið er hefir ekki blásið upp, en líkindi til fleiri nausta
gat eg ekki fundið. Ónnur mannvirki gat eg ekki fundið í nesinu-
í Jónsnesi var mér bent á, að í Hrísey, er liggur suður frá Non-
nesi, væri bogadreginn garður á austurenda eyjarinnar. Fór eg þvl
þangað, en eg efast um, að þar sé um mannaverk að ræða, heldui
sé þetta móarani.