Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 209
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
207
Þó að það heyri ekki til mannvirkja, skal eg geta þess, að
nokkru fyrir austan matjurtagarðsrústina er klettasker, hér um
bil 12 til 14 faðma frá bakkanum. Það er nú gróðurlausir klettar,
en fer ekki i kaf, en á rifið milli þess og Nónnessins fellur sjór ekki
nema um flæðar og það jafnvel ekki um smástraumsflæðar.
Eins og eg hefi tekið fram, hefir land mjög brotið upp á þess-
um slóðum. Nónnesið hefir áður verið nes og sjálfsagt verið það
nokkuð fram yfir það, að kristni var lögtekin, eða þar til að nón
var búið að ryðja brott hinu forna eyktarnafni, og einnig er trú-
legt, að nesið hafi verið nefnt öðru nafni áður. En hvert var það,
var það Þórsnes? Maður getur spurt, en ekki svarað öðrum með
rökum, heldur allmiklum líkum og tilgátum. Ein af þeim er sú til-
gáta mín, að skerið, sem er fram af sléttunni, er áður greinir, sé
hið forna Dritsker. Það er ekki meira, að flytja Dritskersnafnið
þennan spöl, frá Nónnesi upp að Haugsnesi hjá Hofstöðum, en að
flytja Nesvogsnafnið af litlum vog hjá Búðanesi, við eða vestur
frá Grunnasundsnesi, á langan vog eða öllu heldur fjörð, er áður
hafði annað nafn. Á eg þar við fjörð þann, er sannanlega hét
Mjóvifjörður, en sem nú er kallaður Nesvogur. (Sjá um þetta nán-
ar Árb. fornl.fél. 1926.)
Þá er önnur tilgáta min, að Þór hafi komið á land með súl-
urnar í malarvikinu í Nónnesi, og Þórólfur hafi sett og haldið
þingið á sléttunni þar upp frá, a. m. k. er þingbrekkan myndarleg.
Gegn þessari tilgátu striðir það, að venja mun það hafa verið, að
þingbrekkan sneri móti austri, en hvort sú regla hefir verið föst
og undantekningalaus veit eg ekki. En þótt svo væri, er ekki þar
með útilokað, að þingið hafi verið í nesi því, er nú er kallað Nón-
nes, því að austanverðu hefir áreiðanlega brotið af allmikið lág-
lendi, svo að þingbrekka getur vel hafa verið þar, sem nú er austur-
bakki Nónnessins. Hagar þá svo til, að sá, er tölu flutti að þing-
brekku, hafði Helgafell fyrir augunum, er þá blasir við.
Að endingu skal þess getið, að mér þykir ólíklegt, að hið forn-
lega naust hafi verið notað til heimilisnota frá Jónsnesi, þar sem
það er í hólma, sem er umflotinn um allar flæðar.
I Jónsnestúninu er nokkrar tóftir frá ýmsum tímum, en eng-
in þeirra sýnist líkleg til þess, að vera af þingbúðum, eftir þvi sem
Þær líta út á Þingvöllum í Helgafellssveit. í Jónsnesi er ekki um
annan stað líklegan til þinghalds að ræða en Nónnesið, að því er
niér virðist, enda er það sannast að segja, að lega Nónness á einkar
vel við frásögn Eyrbyggja sögu „... ok fundu á nesi framanverðu,
er var fyrir norðan váginn, at Þórr var á land kominn með súl-
urnar“. Nesið er norðan við Hofstaðavog og enn er sagt framan
a eða framan við nesið, t. d. um klettaskerið segjum við hér, að það
se framan við nesið, og frá Jónsnesi er sagt, „að fara fram í