Skírnir - 01.01.1935, Side 211
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
209
menn hafa sótt það þing vestan frá ísafjarðardjúpi. En
•annars er allt í óvissu um gildi þessarar sagnar.1)
Um lok þingsins er ítarleg frásögn í Eyrbyggju. Um
hana skal eigi rætt hér. Þórður gellir dæmdi milli þeirra
Þórsnesinga og Kjalleklinga og kallaði völlinn spilltan af
heiftarblóði, er niður hafði komið, og þá jörð eigi nú
helgari en aðra. Lét hann flytja þingið „inn í nesit“, að
Þingvöllum, þar sem búðarústirnar enn bera vitni um það.
Einhverjum kann nú að finnast, að efni það, er hér
hefir verið tekið til meðferðar, sé lítilfjörlegt rannsóknar-
efni, og að litlu varði, hvort þing Þórólfs Mostrarskeggs
nokkru sinni hefir verið til eða hvar hið týnda örnefni,
Þórsnes, sé. Það mál er vitanlega eins og það er virt. En
það er oft svo, að einmitt af rannsókn á slíkum smámun-
um má draga lærdóma um ýmislegt, sem meiru varðar,
og mér virðist, að hægt sé að draga lærdóma um ýms efni
•af þessari rannsókn. Fyrst er það, að hún sýnir, að var-
hugavert getur verið að skálda inn í handrit fornrita, eins
og gert hefir verið, er orðinu „flutt“ eða „sett“ hefir ver-
ið skotið inn í texta Eyrbyggju í sumum útgáfum hennar.
í annan stað gefur hún bendingu um það, að varlega skyldi
nota örnefni seinni alda manna á sögustöðum. I þriðja
lagi er rannsókn þessi ef til vill til nokkurrar styrktar
þeirri skoðun, að byggð landsins hafi ekki þotið upp á fá-
um árum, eins og hús í gullnemabæ, og síðan verið að
Sanga saman allar aldir, heldur hafi hér átt sér stað þróun
1 því efni gegn um aldirnar. Ennfremur sýnir rannsókn
þessi það, að hugsanlegt er, að gögn frá síðari tímum
eins og fornbréfin geti verið til leiðbeiningar við rann-
sóknir á Islendingasögum, en þess hefir lítið verið gætt
hingað til. Og síðast en ekki sízt varpar rannsókn þessi
uokkru ljósi á eitt mikilvægasta atriðið í stjórnarskipunar-
sögu landsins að fornu, atriði, sem ekki aðeins hefir gildi
fyrir íslenzka réttarsögu, heldur og fyrir almenna réttar-
sögu germanskra þjóða. Það hefir verið almenn skoðun
1) Sjá um þetta efni Árb. fornl.fél. 1925—26, bls. 5—7.
14