Skírnir - 01.01.1935, Page 212
210
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
á upphafi stjórnvaldsins hér á landi, að þingin séu sprott-
in upp í skjóli hofanna. Landnámsmennirnir sumir hafi
byggt hof á bæjum sínum. Þar hafi blótveizlur verið haldn-
ar og til þeirra hafi fólk úr sveitinni sótt. Menn hafi svO’
notað þetta tækifæri, er fjölmenni var samankomið á grið-
helgum stað, til þess að ræða um almenn mál, dæma sakir
o. s. frv. Eigandi hofsins, sem hélt blótveizluna, hafi orðið
sjálfkjörinn formaður á þessum mannfundum, og þaðan
sé goðavaldið runnið, en þingin séu framhald af þessum
mannfundum við blótin. Svo gæti virzt sem Eyrbyggja.
lýsti því, hversu stjórnvaldið skapaðist með þessum hætti
á sjálfri landnámsöldinni. Þórólfur Mostrarskegg byggði
hof á Hofstöðum, og hann kom á fót þingi, svo að segja.
undir hofsveggnum, rétt fyrir utan túnið, í HaugsnesL
Svo mætti virðast sem þetta sýndi ljóslega sambandiS
milli hofsins og þinghaldsins. Hofið hefir verið á Hof-
stöðum, um það er ekki ástæða til að efast. En hafi þing-
ið verið úti í Jónsnesi, þá er þar áreiðanlega komið langt
út úr hofshelginni, og það er ekki sennilegt, að blótgest-
irnir á Hofstöðum, sem snéru blótveizlunni í fund um al-
menn mál eða dómþing, hafi farið að fara alla leiðina út
í Jónsnes til þess fundarhalds. Þeir hefðu sennilega valið
til þess einhvern stað, sem nær lá. Afstaða þingsins og
hofsins bendir hér eindregið til þess, að sambandið á milh
blótveizla og þinghalda hafi ekki verið jafn náið og al-
mennt er talið. Til hins sama bendir margt annað, sem
eigi skal rakið hér. Eg vil aðeins minnast á eitt atriði.
Yér höfum meira eða minna áreiðanlegar spurnir af fram-
undir 30 þingstöðum hér á landi á lýðveldistímanum. Það
er ekki vitað um einn einasta af þessum þingstöðum, að
hof hafi verið í næsta nágrenni þeirra, nema þingstaðmn
í Haugsnesi einn, hafi þar þingstaður verið. Þvert á móti
er eins og hyllzt hafi verið til, að hafa þingin í nokkurn
fjarlægð frá hofunum, svo sem 2 eða 3 bæjarleiðir eða
lengri veg. Á Hofstöðum í Garðahreppi hefir væntanlega
verið hof. Þaðan eru fullkomlega tvær langar bæjarleiðir
að þingstaðnum í Þingnesi við Elliðavatn. Iíafi þingstað-