Skírnir - 01.01.1935, Síða 213
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
211
ur verið á Leiðvelli við Mógilsá, þá er þaðan drjúgur spöl-
ur út að Hofi á Kjalarnesi. Árnesþingstaðurinn mun vera
næstur hofi af öllum þessum þingstöðum og er þó all-
langur vegur neðan úr Árnesi og upp að Hofi í Gnúp-
verjahreppi. Þingstaður Rangæinga var að Þingskálum
við Ytri-Rangá. Þaðan er yfir þvera Rangárvellina að fara
austur að Hofi, landnámsbæ Ketils hængs, þess manns, er
líklegastur væri til þess að hafa fyrstur komið á fót þing-
haldi í því héraði. Þetta virðist benda til þess, að þingin
eigi ekki upptök sín í blótveizlunum, og þegar sýnt er, að
Þórsnesþing hefir ekki verið háð rétt hjá Hofstöðum, þá
er aðalstuðningi þeirrar skoðunar, er sóttur verður til ís-
lendingasagna, kippt í burtu.
Eg kem þá að endingu aftur að því, sem eg minntist
á í upphafi greinar þessarar. Þinghöld voru samgermansk-
ur siður. Þingin höfðu verið aðalatriðið í stjórnarskipun
þeirra þjóða, hátindarnir í þjóðlífi þeirra, öldum saman
áður en ísland byggðist. Landnámsmennirnir íslenzku
voru ein grein af þeim þjóðastofni. Þeir höfðu háð þing
áður en þeir komu hingað, í löndum þeim, sem þeir komu
frá, og forfeður þeirra fyrir þeirra dag, langt fram í aldir.
Munu þeir ekki hafa tekið upp þinghöld hér, í nýja land-
inu, einmitt af þessari ástæðu, að þeir voru vaxnir upp
við þá skoðun, að slík tilhögun væri nauðsynleg og sjálf-
sögð? Oss íslendingum hættir oft til þess, að skoða margt
og margt í stjórnarskipun og lögum og yfirleitt í þjóðlífi
forfeðra vorra sem nýsmíði þeirra. Vér gætum þess þá
eigi, hversu ríkar erfðavenjur kynsins geta verið. Vegna
þeirra er oss nauðsynlegt að skyggnast um hjá frændum
vorum í öðrum löndum, ef vér viljum öðlast réttan skiln-
Jng á menningu sjálfra vor, og þá munum vér komast að
raun um, að margt í hinni fornu menningu vorri á sér
rætur, sem ná langt út fyrir endimörk íslands og eru
ftiiklu eldri en frá landnámstíð.
14*