Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 214
Ritfregnir
Corpus Codicum Islandicorum medii ævi. Edited by Ejnar
Munksgaard. Vol. VI. Morkinskinna. With an Introduction by
Jón Helgason. Copenhagen 1934. Vol. VII. Icelandic Illuminated
Manuscripts of the Middle Ages. By Halldór Hermannsson.
Copenhagen 1935.
Þetta mikilfenglega! útgáfufyrirtæki Ejnars Munksgaards,
sem færzt hefur í fang að koma smám saman út ljósprentuðum
eftirmyndum allra helztu forníslenzkra handrita, er orðið svo
kunnugt almenningi á Islandi, að óþarft er að gera hér nánari
grein fyrir því. En rétt þykir að láta lesendur Skírnis vita jafn-
óðum, hvað á vinnst, eins og hingað til hefur verið gert.
Morkinskínna er eitt af þeim handritum, sem Brynjólfur
biskup Sveinsson sendi Friðriki konungi III. að gjöf. Þormóður
Torfason flutti bókina til Hafnar 1662 og gaf henni nafn það,
sem siðan hefur loðað við hana. Handritið byrjar á sögu Magnúss
konungs góða, og er talið, að það muni hafa endað á sögu Magn-
úss konungs Erlingssonar, til 1177, þegar Sverrir kom til sög-
unnar. En nú vantar 10 blöð innan úr bókinni og mikið aftan af
henni. Auk þess eru mörg blöð meira og minna sködduð. En meg-
inhluti handritsins er þó skýrari og auðlesnari en ráða mætti af
nafni því, er það hefur hlotið.
Mjrkinskinna er eitt af dýrindisritum íslenzkra bókmennta,
því að hún hefur að geyma konungasögurnar frá 1035 í svip-
aðri mynd og Snorri Sturluson hefur haft þær, þegar hann samdi
síðasta þriðjung Heimskringlu, og má óhætt fullyrða, að hann
hafi engar sögur tekið sér fremur til fyrirmyndar en þæV'
Þar eru og ýmsir hinir nafnkunnustu þættir, sem segja frá Is-
lendingum í Noregi, svo sem Hreiðars þáttur heimska, Halldors
þáttur Snorrasonar, Auðunar þáttur vestfirzka og Sneglu-Halla
þáttur. Handritið hefur tvisvar verið gefið út, af Unger 1867
og Finni Jónssyni 1928—32.
En þó að útgáfur þessar sé báðar í alla staði vandaðar,
þá eru þær að einu leyti ekki nema eins og svipur hjá sjón í sam-