Skírnir - 01.01.1935, Side 215
Skírnir]
Ritfregnir.
213
anburði við hina ljósprentuðu útgáfu. Því að Morkinskinna er að
leturgerð eitt hið fegursta af öllum fornislenzkum handritum.
Hefur og eftirmyndin tekizt svo vel, að hún er víðast hvar jafn-
skýr og handritið sjálft. Það er ritað með tveimur höndum, og
þó allsvipuðum. Ýmsir fræðimenn hafa haldið því fram, að fleiri
handrit væru rituð með sömu hendi og mestur hluti Morkinskinnu,
m. a. helzta handrit Ólafs sögu helga hinnar sérstöku (eftir
Snorra Sturluson), eitt brot Egils sögu o. fl. En prófessor Jón
Helgason, sem skrifað hefur formála þessarar útgáfu, kemst að
þeirri niðurstöðu, að hvorugur Morkinskinnu-ritaranna hafi skrif-
að neitt af þeim handritum, sem til hafa verið nefnd. Það er
fjarri mér, að eg vilji bera brigður á þessa niðurstöðu, því að
J. H. mun vera allra núlifandi manna kunnugastur hinum fornu
skinnbókum vorum og er jafnan glöggur og gætinn í dómum sin-
um. En svo mikið mun þó vera til í skoðunum hinna eldri manna,
að hér sé um sérkennilega svipaðar rithendur að ræða, svo að
líklegt sé, að tala mætti um rithandarskóla, og þessi handrit sé
því sennilega af sömu slóðum. Og auk þess er ekki loku fyrir það
skotið, að rithönd sama manns, þó að allföst sé orðin, taki nokk-
urum breytingum, og jafnvel þau handrit, sem eftir var rit-
að, geti hafa haft nokkur áhrif á skrifarann, ekki einungis um
stafsetningu, heldur notkun stafamynda og skammstafana. Væri
það æskilegt, að J. H. gerði annars staðar rækilegri grein fyrir
athugunum sínum um þetta efni en rúm hefur verið til í þess-
um stutta formála.
Sjöunda bindiS af Corpus Cod. Isl. er frábrugðið hinum
bindunum að því leyti, að þar er ekki gerð eftirmynd eins hand-
rits, heldur er þar saman komið úrval mynda og upphafsstafa
ur ýmsum handritum, sem mestur listarbragur þykir á vera.
Þetta bindi er 80 blöð, auk formálans, og eru 10 þeirra litprent-
uð. Öll prentun myndanna hefur tekizt ágætlega, og er það
oblandin ánægja að skoða þær. Mun mörgum koma á óvart að
sJá, hversu langt íslendingar í fátækt sinni og einangrun hafa
komizt í því, að gera handrit sín fagurlega úr garði, enda hefur
tetta bindi þegar vakið mikla athygli allra þeirra, sem séð hafa,
bæði hér og erlendis. Þetta bindi verður höfuðheimild fyrir þá
íuenn, sem vilja kynna sér þennan þátt íslenzkrar listasögu, en
auk þess er þar margt að læra um almenna menningarsögu þjóð-
arinnar og samband hennar við aðrar þjóðir. Þess er vert að
&eta, að Ejnar Munksgaard hefur sent þetta bindi að gjöf til
flestra helztu bókasafna og skóla á íslandi, svo að vænta má þess,
að íslenzk skrautlist framtíðarinnar beri þess menjar, að allir
teir, sem um það hirða, geta nú skoðað þessi gömlu listaverk með
eigin augum.