Skírnir - 01.01.1935, Page 216
214
Ritfregnir.
[Skírnir
Prófessor Halldór Hermannsson hefur valið myndirnar og
stafina í þetta bindi, og hefur það verið bæði mikið verk og
vandasamt. Hann hefur og ritað rækilegan og fróðlegan formála,
þar sem gerð er grein fyrir þeim erlendu áhrifum og stíltegund-
um, sem koma fram í íslenzku bókaskrauti, þeim handritum, sem
myndir hafa verið teknar úr, og þeim myndum, sem valdar hafa
verið. Er þessi formáli ómetanleg leiðbeining fyrir þá, sem fullt
gagn vilja hafa af bókinni.
Þessi tvö síðustu bindi af Corpus Cod. Isl. eru að öllum
frágangi útgefanda og þeim, sem að þeim hafa unnið með hon-
um, til hins mesta sóma. Það er full ástæða til þess fyrir alla þá,
sem unna fornum íslenzkum fræðum, að óska þessu merka fyrir-
tæki og hinum stórhuga útgefanda þess góðs farnaðar í fram-
tíðinni. S. N.
Dag Strömbáck: Sejd. Textstudier i nordisk religionshistoria.
Lund 1935.
Höfundur þessa rits er mörgum íslendingum að góðu kunn-
ur, síðan hann dvaldi hér á landi árið 1926. Hann hefir síðan unn-
ið við hina miklu sænsku orðabók Sænska akademísins, en öðru
hvoru hafa birzt eftir hann greinar, einkum um efni, sem varða
norræna þjóðtrú. Þangað er og sótt efni doktorsritgerðar hans,
sem hér verður minnzt lítið eitt á. Hefir hann þar tekið til rann-
sóknar það, sem vitað er um seið hér á Norðurlöndum i fornöld.
Heimildir um þetta efni eru að mestu leyti íslenzkar, bæði
ljóð og sögur. Rannsakar Strömbáck þær allar vandlega, að því
leyti sem þær gefa bendingar um þetta, reynir að meta gildi þeirra
og hafa sem bezt gagn af orðum þeirra. Kvæðin reynast honum
vonum drýgri, þó að fáorð séu, enda ort meðan seiðurinn var um
hönd hafður, en í fornsögunum kennir þess helzt til glögglega, að
þær eru ritaðar löngu eftir að hann var undir lok liðinn og farin
að fyrnast minningin um það, í hverju sú athöfn var fólgin. Höf.
kveðst hafa orðið þess var, þegar hann rannsakaði þau efni forn-
sagnanna, sem varða trúarbragðasögu, að þær segi skýrt og ýtai'-
lega frá allri hjátrú, sem lífs var á ritunartíma þeirra, en lýsing-
in á hinu, sem þá var lagt fyrir róða, sé fáorð og óljós. Að dómum
hans um gildi einstakra heimilda um seiðinn hygg eg fátt að finna,
enda ljóst, að höf. er vel að sér i íslenzkri bókmenntasögu (sbr.
inngangskaflann, auk þess sem lagt er til málanna um hverja ein-
staka sögu). Helzt þykir mér vafasöm skoðun hans á 4. kap. Eiríks
sögu rauða (um Þorbjörgu litluvölu og Guðríði), að sú frásögn sé
að öllu seinni alda smíð. Þegar eg les þann kafla, á eg erfitt með
að verjast þeirri tilfinningu, að söguritarinn sé hálf-nauðugur að
segja þá sögu og fari eins gætilega með hana og unnt er, enda var