Skírnir - 01.01.1935, Side 217
Skírnir]
Ritfregnir.
215
•auðgert fyrir kristna heittrúarmenn að færa hana á verra veg.
Mér þykir því líkast, að sögnin eigi sér eldri rætur, en varla þarf
að efa, að söguritarinn hafi reynt að fara svo með hana, að ekki
væri á henni hneykslazt, bætt við spádómnum um kynsæld Guð-
TÍðar o. s. frv. Vera mætti, að frásögnin ætti nokkuð gæði sín því
að þakka, að hún hafi varðveitzt í kvenlegg. Ættartölurnar i sögu-
lokin sýna, að þessi getgáta er ekki eins mikið út í bláinn og hún
virðist vera að óathuguðu máli. — Af einstökum skýringum Ström-
bácks vil eg nefna skýringu kvæðisnafnsins Varðlokur eða Varð-
lokkur, sem hann hallast frekar að, líklega réttilega, drepa á vætt,
sem mér þykir mjög freistandi (slá á lok), o. fl.
Kostir þessarar bókar eru margir. Fyrst það, hve allt þetta
■efni er tekið föstum tökum og hve meðferðin er ljós. Höf. lætur
hvergi tælast til að fara út fyrir hið ákveðna svið, og verður því
stefnan óvenju skýr. Þá er hann og vopnaður þekkingu þeirri, sem
•síðari tíma rannsóknir á trúarbrögðum og þjóðtrú hafa veitt, og
stendur hann því ólíkt betur að vígi en sumir þeirra, sem áður hafa
telcið þetta mál til meðferðar. Þetta er þeim mun mikilsverðara,
sem svo margt er óljóst um þetta efni í heimildunum, og verður
Strömbáck drjúgur samanburðurinn við töfraathafnir annara þjóða,
■einkum Lappa og annara skyldra þjóðflokka. Það er alkunna, að
fjölmargt í trú Lappa á fyrri öldum bendir til mjög sterkra áhrifa
frá norrænum þjóðum (fer þar eins og oftast, að hin menningar-
snauðari þ'jóð sækir til hinnar, sem á hærra stigi stendur). En um
seiðinn hyggur Strömbáck gegna öðru máli, hann muni kominn frá
finnskum þjóðum — eins konar undirstraumur —, enda megi rekja
skyld fyrirbrigði með þjóðum austur á Rússlandi og í Síberíu. Virð-
ist þessi kenning ekki ósennileg. Sá uppruni mundi þá vera nokkur
skýring á því ónorræna, ofsafengna og hugstola hátterni, sem
seiðnum virðist hafa verið samfara. Norðurlandabúar í heiðni sýn-
ast ekki hafa verið neinir ofstækismenn í trúmálum, en þó var
Rögnvaldur réttilbeini, sonur Haralds hárfagra, drepinn vegna
þess, að hann framdi seið; má af því sjá með vissu, að í þeirri at-
höfn hefir verið fólgið eitthvað, sem norrænum mönnum, heiðn-
um ekki síður en lcristnum, hefir verið ákaflega ógeðfellt.
Eins og þegar er sagt, sýnir höfundurinn mikið stöðuglyndi
1 því, að fara ekki út fyrir takmörk efnis síns (það væri þá helzt
í kaflanum um hamskipti). Með þessum strangleik vekur hann þó
aðeins þorsta lesandans eftir meiru frá hans hendi og það hugboð,
að hann hafi frá mörgu og mikíu að segja um trú forfeðra vorra.
E. Ó. S.