Skírnir - 01.01.1935, Side 218
216
Ritfregnir.
[Skírnir
Islandsk och medeltida skandinavisk tiderákning, av N. Beck-
man. (Nordisk kultur, XXI, ,,Tiderákningen“.)
Það var ekki nema sjálfsagt, að í ritsafni eins og „Nordisk
kultur“ yrði tekinn upp greinarkafli um tímatal á Norðurlöndum,.
og þá sérstaklega á íslandi, því að andlegri menningu Norðurlanda-
búa verða eigi full skil sýnd, ef gengið er fram hjá því, sem Is-
lendingar afrekuðu á þessu sviði. Prófessor N. Beckman, sem skrif-
að hefir ritgerð þá, sem að ofan getur, um íslenzka tímatalið, hafði
áður getið sér góðan orðstír, þá er hann með Kálund sá um útgáfu
á safni gamalla íslenzkra rímbóka í Alfræði íslenzkri II. Hann var
því efninu þaulkunnugur frá fyrri tið, en hefir efalaust of mikiS
treyst á það, að með þeirri útgáfu væri málið að mestu útrætt, og'
minnist t. d. ekkert á það, sem síðar hefir verið ritað á íslenzku um
misseristalið. Þarf varla að geta þess hér, að eg lít á margt í
misseristalinu á annan veg en hann, en vegna þess að eg mun ann-
ars staðar taka þau atriði til meðferðar, verður eigi hér farið-
lengra út í þá sálma. Þeir, sem ekki eiga kost á því að kynna sér
inngang þann að Alfræði ísl. II, sem Beckman ritaði, þá er sú bók-
var út gefin, geta vitaskuld allmikið af þessari bók Beckmans lært
um íslenzkt timatal, en við lesturinn verður samt að muna það, að
ýms meginatriði eru þar vafasöm.
Galli er það og eigi lítill á bók eins og þessari, að litið er á það
bent, hve vel hinum fornu íslendingum tókst að leysa úr tímatals-
málunum. Á tiltölulega skömmum tima höfðu þeir komið þeim
málum í svo gott horf, að rómverska tímatalið (gamli still), sem
hingað barst með kristninni, megnaði eigi að kæfa niður hið inn-
lenda tímatal, sem hélt sinum fulla rétti, meðan ísland var sjálf-
stætt ríki, þótt það yrði að taka nokkrum breytingum, til þess að
komast í samræmi við gamla stíl. Það var fyrst, þá er erlent vald
byrjaði að skipa hér málum, að gengið var fram hjá misseristalinu
íslenzka, en þrátt fyrir það hefir þó gætt áhrifa þess í íslenzku
lífi allt fram á þennan dag. Ef vér til samanburðar lítum á önnur
lönd, þá varð reynslan sú alstaðar, að eldra tímatal hvarf svo að
segja alveg úr sögunni um leið og kristnin náði þar tökum og hélt
fram gamla stíl. Af þessu má fá nokkra hugmynd um það, hve
þróttmikil og sjálfstæð að þessu leyti íslenzka menningin var orðin,
er kristnin kom i landið; og þá er eigi siður mikils um það vert, hve-
vel menn siðar sökktu sér niður í tímatal kirkjunnar og náðu Þal’
sjálfstæðum sjónarmiðum. Framúrskarandi menn í stjörnufræði og'
reikningslist komu þá fram, þeir Stjörnu-Oddi og Bjarni prestur
hinn tölvísi, og þá voru rituð eigi svo fá merkileg rit um rímfræði-
Allt þetta sýnir alveg einstæða menningu á þessu sviði á þeim tím-
um. Það er varla hægt að verjast þeirri hugsun, að í því þjóðarbroti,
sem hingað fluttist, hafi verið tiltölulega mikið af þeim gáfum, sem-
koma að beztu haldi í stjörnufræði og rímfræði. Þ. Þ.