Skírnir - 01.01.1935, Síða 219
Skírnir]
Ritfregnir.
217
Germanische Himmelskunde, Untersuchungen zur Geschichte
des Geistes, von Otto Sigfrid Reuter. Miinchen 1934.
Þetta er stór bók, 766 bls. og formáli og kort að auki. Mikill
hluti bókarinnar er um siglingar og stjörnufræðilegar athuganir
norrænna og íslenzkra manna fyrr á tímum, og er því bókin vel
fallin til þess að vekja athygli erlendra manna á þessum þætti úr
menningarlífi feðra vorra. Kemur höfundurinn víða við, og er mesta
furða, hve miklu af allskonar fróðleik snertandi þessi mál honum
hefir tekizt að safna hér saman á einn stað. Bókin er ekki sízt að
þessu leyti mikill fengur fyrir alla þá, sem fást við svipuð fræði,
og yfii'leitt talar höf. af samúð og skilningi um athafnir hinna fornu
Islendinga á því sviði, sem bókin fjallar um. Nokkrar sérkreddur
höfundarins rýra þó eigi lítið gildi bókarinnar í mínum augum.
Hann hafði áður komizt ó þá skoðun, að Stjörnu-Oddi hefði verið
heiðinn, og á nú auðsjáanlega bágt með að losa sig aftur við þessa
skoðun. Gerir hann tilraun til að rökstyðja hana með tilvitnun í
draum Stjörnu-Odda, en sú rökfærsla er fónýt. Mönnum með fjör-
ugt ímyndunarafl varð það auðveldlega eiginlegt að lifa sig svo
inn í líf heiðinna manna eins og það birtist í sögunum, sem þá
gengu manna á milli hér á landi, að myndir gátu birzt þeim í draumi
eins og þær, sem draumurinn getur um. En Oddatala sjálf og athug-
anir þær, er hún greinir, eru svo samofnar gamla stil og dagatali
kirkjunnar, að óhugsandi er, að hún hafi orðið til, áður en kristnin
var hér lögtekin. Oddatala virðist og byggð á svo glöggri athugun,
að henni verði að marka bás á tímabilinu 1090—1120. í grein minni
um Stjörnu-Odda í Skírni 1926 setti eg þessu tímabili nokkru
þrengri mörk, eða 1100—1120, en nánari reikningur bendir til, að
hitt muni réttara. Þá hefir höfundurinn ekki gefið sér tóm til að
skilja til fulls það brot úr ævagömlu rími, sem gerir grein fyrir því,
hvernig Bjarni prestur hinn tölvísi fór að því að reikna út tungl-
aldurinn eftir tunglaldatali gamla stíls. Rím þetta er að vísu óað-
gengilegt eins og það er prentað i Alfræðinni, en höf. þekkir leið-
réttingar mínar og skýringar á þessu rími í Aarböger for nord.
Oldkyndighed og Historie, og þar eð rím þetta sennilega er eftir
Hjarna hinn tölvisa sjálfan, þá á það sannarlega það skilið, að
það sé lesið með gaumgæfni. Og það hefði líka í þetta sinn svarað
ómaki. Höf. hefði þá séð, að útreikningur hans sjálfs á tunglaldr-
mum á bls. 506 er athugaverður, og þar af leiðandi einnig álykt-
unin á bls. 507, að Bjarni tölvísi hafi ekki reiknað tunglaldurinn út,
heldur fundið hann út frá athugunum.
Skilningur höf. á umsögn Snorra Sturlusonar í Skáldskapar-
uiálum um tímamót hausts og vetrar, að þau séu, þá er sól sezt í
eyktarstað, er að mínum dómi eigi réttur, en afsakanlegt er það,
því að skoðanir manna á þessu atriði eru ærið skiptar. Höf. held-