Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 220
218
Ritfregnir.
[Skírnir
ur fram skoðun Norðmannsins Mjelde, að Snorri eigi hér við ís-
lenzka vetrarbyrjun 11.—18. október, og má segja, að Snorri sjálf-
ur gefi tilefni til þessa, þar sem hann nálega í sömu andránni seg-
ir, að fyrsti mánuður í vetri heiti gormánuður, en úr Bókarbót er
kunnugt, að svo nefndist fyrsti mánuður vetrarins að íslenzku tali.
En afleiðingin af þessu verður nú sú, að Reuter kemst að þeirri
niðurstöðu, að eyktarstaður hafi verið í vestsuðvestri (S 67,5 0 V).
Mér virðist þetta engri átt geta náð. Eyktarstaður hefir vafalaust
verið nær suðri, og Snorri hefir því hlotið að hafa annað vetrar-
upphaf í huga, er hann setti það í samband við sólsetrið. Hygg eg,
að Snorri hafi þá átt við vetrarupphaf á Klemensmessu og stuðzt
við athuganir á sólarlagi í Odda.
I ýmsum öðrum atriðum er eg ósammála hinum heiðraða höf-
undi bókarinnar, en ekki hefi eg tíma til að tilgreina það hér. Samt
vil eg geta þess, að þar sem Grágás leyfir mönnum að byrgja aftur
garð „enn v. dag viku þann er vi vikur eru af sumri, þá er sól er
miðmunda norðrs og landnorðrs“, þá á þetta ekki að skiljast svo,
að þá séu sex vikur af sumri, er sól kemur upp í miðmunda norð-
urs og landnorðurs, svo sem höf. virðist ætla (bls. 51 og 433),
heldur er með þessu mönnum leyft að hlaða upp í garðshliðin undir
eins og fimmtudagurinn í sjöundu viku sumars byrjar, en nóttin
endar á sumrin, eins og tekið er fram í kristinna laga þætti, þá er
sól er komin í beggja átt norðurs og landnorðurs, þ. e. um kl. hálf
tvö, og kemur þá ekkert til greina, hvort sól er komin upp eða ekki.
Með því að tiltaka áttina til sólar er aðeins verið að segja til um
tímann í sólarhringnum.
Þ. Þ.
Jón Helgason: Norrön litteraturhistorie. Levin & Munksgaard,
Ejnar Munksgaard. Köbenhavn 1935. 238 bls.
Þetta er ágæt bók, hvort heldur er til kennslu í skólum eða til
einkanáms. Hún er handhægasta og skýrasta yfirlit, sem nú er til,
yfir allar greinar bókmennta vorra fram að siðaskiptum. Höf. hefir
tekið til greina nýjustu rannsóknir í þessum efnum og skýrir Ijóst
og skipulega frá, kemur ótrúlega miklu og vandasömu efni fyrir 1
stuttu máli, greinir meginatriði frá aukaatriðum, telur fram a"
greiningsefnin og ástæðurnar, sem færðar eru fram, með og móti,
sker elcki úr, þar sem gögn vantar, en bendir á úrlausnarefnin, og
öllu vel í hóf stillt. Tekur hann jafnt til meðferðar efni bókmennt-
anna sem upptök þeirra og búning.
Eins sakna eg þó í bókinni, en það eru tilvitnanir til helztu
rita um sérstök atriði, sem þar er getið um. Höf. nefnir nálega
aldrei með nafni formælendur ýmissa skoðana, er hann skýrir fra.
Þess er að vísu ekki bein þörf efnisins vegna, en lesandinn verður