Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 221
Skírnir]
Ritfregnir.
219
forvitinn og langar til að vita meira um efnið, eða athuga það
nánar, og þá kæmi honum betur, að bókin sjálf vísaði honum beint
þangað, sem hann gæti fengið frekari fræðslu. Þó að hann færi
í rit þau, sem vísað er til aftan við bókina, mundi hann stundum
eftir langa leit ekki finna það, sem hann vantaði.
Óskandi væri, að höf. gæfi sem fyrst út jafngott yfirlit yfir
bókmenntir vorar frá siðaskiptum til vorra tíma.
G. F.
Einar H. Kvaran: Ljóð. Rvík. Utgefandi ísafoldarprentsmiðja
h.f. 1934. Með mynd. höf.
Það var ágætt að fá þessa fögru útgáfu af ljóðum Einars H.
Kvarans, búna undir prentun af honum sjálfum. Enginn íslenzlcur
Ijóðavinur mun vilja láta þau vanta í safnið sitt, því að þau skipa
þar með sæmd sérstakt sæti. Eg get ekki hugsað mér gott úrval
beztu íslenzkra ljóða, sem ekki hefði kvæðin: „Kossinn", „Sjötta
ferð Sindbaðs“ og „Konungurinn á svörtu eyjunum". Ljóð E. H. K.
komu með nýjan andardrátt, sem laðaði einkennilega, og þjóðin
tók þeim vel. Þar er íhygli, mildi, einlægni og yfirlætisleysi; þar
er óvenjulega ástríkt vinarþel, sem kemur fram í tækifæriskvæð-
nnum; þar er heilög vandlæting, í hinu ágæta kvæði um Bólu-
Hjálmar, og þar er líka skemmtileg og andrík kímni eða tvísýni,
svo sem.„í námabænum niðri í jörðunni“, „Rosi“ og „Þokan“.
G. F.
Jóhann Frímann: Nökkvar og ný skip. Ak. Þorsteinn M. Jóns-
son 1934.
Hér er gott skáld á uppsiglingu. Fyrsta bók hans, „Mansöngv-
ar til miðalda", kom út 1929. Þar voru að vísu glampar innan um,
en þó tvísýnt, hvort úr yrði ljós. Þessi bók sker úr. Hér kveður
skáldið sínum rómi með persónulegum hreim og hrynjandi og veit
hvað hann vill, og það er heilbrigður og hressandi blær yfir með-
ferð hans. Það er ánægja að lesa t. d. kvæðin Bergþóra, Konan á
Krossgötu, Skáld, Konungur næturinnar, Tón-ernir, Absalon sonur
Davíðs, Kveldúlfur, Á Rín, Jól við Dumbshaf. Eg vænti mikils af
þessum manni, ef hann heldur svo fram stefnunni.
G. F.
Ljóðmæli eftir Grím Thomsen. Heildarútgáfa. I—II. Snæbjörn
Jónsson. Rvík 1934. XLVIII -f- 338, XXVI -f 282.
í þessari útgáfu er allt, sem áður hefir birzt á prenti af
Ijóðum skáldsins, og talsvert, sem ekki hefir verið prentað áður.
Þar er og æfisaga Gríms, er Dr. Jón Þorkelsson reit í 23. árg.
Andvara 1898, og erindið, sem próf. Sigurður Nordal flutti á aldar-