Skírnir - 01.01.1935, Síða 222
220
Ritfregnir.
[Skírnir
afmæli skáldsins 15. maí 1920. Var það vel til fallið, því að báðar
þessar ritgerðir eru svo ágætar, að ekki er líklegt, að öðrum tak-
ist fyrst um sinn að rita betur um Grím. Útgáfan er að pappír,
prentun og bandi svo fögur og smekkleg, að unun er að. Því miður
hafa prentvillur nokkrar slæðzt með, en þær eru flestar leiðréttar
á eftir. Bókina prýða þrjár vel gerðar myndir af Grimi og ein af
Bessastöðum í hans tið.
Vonandi er, að þessi útgáfa verði til þess að æ fleiri lesi
kvæði Grims og læri að meta þau. Tíminn verður lengi að slá ryði
á þau. Málmurinn er svo skír. „Forn í skapi og forn í máli“, kvað
Grímur um Konráð; það á ekki síður við sjálfan hann en hitt, sem
hann sagði um Island á stúdentafundinum í Uppsölum 1856, að það
„mun halda áfram að vera forneskjulegt þangað til það gamla
verður nýtt aftur“. Kvæði Gríms eru gömul og ný í senn með sama
hætti og kynborið mikilúðlegt andlit: ættarmótið og séreðlið er
þar í lifandi samræmi. Þar er enginn tvíveðrungur kynblendings-
ins eða umskiftingsins. Þau kvæði Gríms, er sízt voru mér í fersku
minni, voru þýðingar hans úr grísku. Eg varð undrandi, er eg nú
las þau aftur í hinni nýju útgáfu, hve mikið nýjabrum mér fannst
á þeim. G. F.
íslenzk úrvalsljóð II. Bjarni Thorarensen. ÚrvalsljóS. Kristján
Albertsson valdi kvæðin. E. P. Briem, Rvík 1934.
Það er gott að gefa út úrvalsljóð beztu skúlda vorra. Þau
ættu að geta orðið eign fleiri manna en heildarútgáfur, mest um
vert að sem flestir fái í hendur það, sem bezt er, einkum æskulýður-
inn, og menn festa fyr ást á skáldunum með því að fá í hendur
það eitt, er þau hafa vel gert. Úrvalsljóðaútgáfa E. P. Briems er
mjög smekkleg og fögur að ytra frágangi. Við valið á kvæðum
Bjarna virðist mér lítið að athuga og inngangurinn, sem Kristján
Albertsson hefir skrifað um Bjarna Thorarensen sem þjóðskáld Is-
lendinga, er snjall. Ef til vill hefði verið réttara að bíða með þessa
útgáfu þangað til heildarútgáfa af kvæðum Bjarna, sem nú er i
undirbúningi, kom út, þvi efasamt er, hvort sumt í kvæðunum hefir
hingað til verið rétt upp tekið. Því miður eru hér nokkrar prent-
villur. Ein er í innganginum: „himinháum hjúkafjöllum“ þar sem
bent er til orða Jónasar: „hnjúkafjöllin himinblá". —
G. F.
Tómas Guðmundsson: Fagra veröld. Ljóð. 3. Útgáfa. Rvík
1934, 95 bls.
Þessum ljóðum hefir verið sungið samróma lof, og bókin
hefir flogið út. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir í fögnuði sínum veitt
skáldinu ferðastyrk og þar með viðurkennt hann sem einkatúlk og