Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 223
Skírnir]
Ritfregnir.
221
talsmann reykvískrar fegurðar. Þetta er gott og verðskuldað, og
það sýnir, að enn hafa íslendingar eyrun opin, ef einhver kveður
við nýjan tón. Það gerir Tómas. Eg held ekki, að neitt kvæði i
þessari bók hefði verið eignað þeim, sem fyrir voru, þó að þau
hefðu birzt nafnlaus. Og þó er mjög erfitt að benda á, í hverju frum-
leiki og sérstæði skáldsins er fólgið. Það verða menn að finna með
því að lesa kvæðin sjálf í góðu tómi. Það er í þeim einkennilegt
andans veður, séx-stakur blær, sem fylgir hrynjandi málsins og
hreimi orðanna — andlangur, hljóðlátur, glettinn og glampandi blær,
sem líður leiðar sinnar og skilur eftir í huganum draumborna víð-
áttu og ljúfsáran frið. G. F.
Snorri Hjartarson: Höjt flyver ravnen. Roman. Nasjonalfor-
laget. Oslo 1934.
Þetta er saga um ungan íslenzkan málara í Oslo. Hann gerir
háar kröfur til listar sinnar og vill ekki sýna neitt eftir sig fyr en
hann er ánægður með það sjálfur. Skaparaþráin er hans innsta
eðli, sem hann verður að fullnægja. Rétt áður en hann sendir síð-
asta málverk sitt á sýningu, finnur hann, að hann hefir ekki náð
því, sem hann vildi, að hann hefir ekki þorað að fylgja dýpstu
eðlisávísan sinni, senx mótuð var af íslenzkum áhrifum, og hann
slær breiðum strikum yfir myndina, fleygir henni út í horn og ræð-
ur af að fai'a heim og byrja þar á nýjan leik. Hann slítur sig frá
norskri unnustu sinni með því að heita henni ævitryggðum. Þegar
heim kemur í sveitina til fóstru hans, bi'osir allt við honurn og
fyrst og fremst ung og elskuleg stúlka, sem fósti-a hans hefir tekið
að sér, eftir að hann fór utan. Hún verður honum undir eins óvið-
jafnanlegt efni í málverk, listagáfa hans fær byr undir báða vængi,
ug hann málar og nýtur sumarsælunnar í ofurmagni skaparagleð-
xnnar. Hann ætlar sér ekki að vekja ást þessarar stúlku, sem þó er
líf hans og sál, en ósjálfrátt takast með þeim ástir og þegar hann
hverfur aftur um haustið til Oslo með fangið fullt af myndum, er
afla honum skjótrar frægðar, liefir hann svarið henni órjúfandi ást.
Nú var hann kominn milli tveggja elda. Hann ætlar að segja
gomlu unnustunni upp, en brestur kjark, þegar til kemur, lendir
aftur í faðmi hennar og finnur hvorki frið né ró. í orvæntingu gríp-
ur hann pensilinn og eitt af gömlu málverkunum sínunx til að mála
uýja mynd yfir. Hann rekst þá á málverkið, sem hann hafði fleygt
um vorið, ömurlega mynd af einmana konu. Ilún átti að sýna
uinveruna, sem lykur um rnann, hinn ískalda hrylling, sem á sér
engrar bjargar von. Nú gat hann málað þetta, hann málar í al-
gleymingi og sér, þegar hann hættir, að þetta er lians bezta verk.
En það fer hrollur um hann, því að þetta hafði ósjálfrátt orðið mynd
af 'slenzku unnustunni hans. Hún lifði í honum og allri hans list.