Skírnir - 01.01.1935, Síða 224
222
Ritfregnir.
[Skírnir
Hún horfði á hann ásalcandi örvæntingaraugum á myndinni. í þessu
öngþveiti skilur skáldið við hann. Bókin sýnir ótvíræða rithöfundar-
hæfileika, sérstaklega er hreinn og fagur blær yfir lýsingunni á
sumardvölinni heima á íslandi, og sálarkvölum málarans er vel lýst.
G. F.
J. de Vrie*: De skaldenkenningen met mythologischen inhoud.
Haarlem 1934. 85 bls.
Bók þessi er rannsókn á notkun goðanafna í dróttkvæðunum
fornu; hún sýnir, hve tíðar kenningar með goðanöfnum eru á
hverjum aldarhelming frá 850—1350. Er rannsóknin nákvæmust
um Óðin, aðalguðinn, en hin goðin tekin með í styttra máli til yfir-
lits. Niðurstaðan er sú, að goðfræðilegum kenningum fjölgar í
skáldskapnum frá 850—1000, en með kristnitökunni fækkar þeim
skyndilega fyrri helming 11. aldar, einkum þeim, sem ákveðnast
minna á goðið sjálft. Eftir miðja 11. öld fer þeim svo aftur að
fjölga og þó einkum á 12. öldinni. Þykir höfundi þar með sýnt, bæði
að heiðna trúin hafi magnazt i glímunni við kristnina fyrir 1000,
og að íslendingum hafi verið alvara með kristnitökuna, er þeir
svo skyndilega breyttu um í kveðskap sínum. Þeir hafi ekki verið
eins kærulausir í trúarefnum og oft hefir verið haldið. Þegar
kristnin hafði fest rætur, svo að hinar fornu kenningar þóttu ekki
lengur hættulegar, hafi áhuginn á fornum fræðum á sérstökum
menntasetrum, svo sem í Odda, vakið þær aftur til nýs lífs, enda
hafi íslendingum eklci verið ósæmra að minnast sinna gömlu goða
1 kveðskap en útlendum klerkum, er létu grísk og rómversk goð
koma fram í bókmenntum sínum, og ef til vill hafi íslenzkir klerkar
tekið stéttarbræður sína í öðrum löndum Evrópu sér til fyrirmynd-
ar í þessu. G. F.
Island för hundra ár sedan. Efter litografier i Recherche-
expeditionens Atlas Historique. Teckningar av Auguste Mayer.
Första gángen av trycket utgivna i Paris 1848. Ányo utgivna 1934
av Samfundet Sverige—Island. Stockholm. •
Sænsk-íslenzka félagið heldur áfram hinum fögru útgáfum
sínum af ritum um ísland. í þessu riti eru ágætar eftirmyndir af
48 myndum úr hinni frægu myndabók frá ferðum Gaimards hing-
að 1835 og 1836, rikmannlegustu rannsóknarför, sem farin hefir
verið til vors lands. Ejnar Fors Bergström ritstjóri hefir ritað fróð-
legan inngang um ferðir Gaimards, með útdrætti úr því, sem þeir
förunautar hans, Robert, Mequet og Marmier, sögðu um ferð sína
og íslendinga. Var ástandið hér á landi þá heldur en ekki ömurlegt
í augum þessara ferðamanna, en þeir dást að fegurð landsins og
andlegri meninngarviðleitni þjóðarinnar. G. F.