Skírnir - 01.01.1935, Síða 225
Skírnir]
Ritfregnir.
223
Halldór Kiljan Laxness: Sjálfstætt fólk; hetjusaga. E. P. Briem,
Reykjavík, 1934. 419 bls.
Eg veit ekki hvort löndum mínum fer eins og mér hér í út-
legðinni, að þeir bíði ávallt með óþreyju eftir nýrri bók frá Lax-
ness. Þó er mér nær að halda, að svo sé, annars fengjum við senni-
lega allir að bíða lengur en raun ber vitni. En það væri synd að
segja, að hann léti vini sína bíða lengi. Eftir að hafa lokið hinum
merkilega sagnabálki sínum um sjávarþorpið i hitteðfyrra, sendi
hann í fyrra smásagnakver með mjög sérkennilegri sögu um „Ung-
frúna góðu og Húsið“ auk annara þátta, sumir hverra voru gamlir
kunningjar. Nú kemur upphafið á sögu hans um íslenzku einyrkj-
ana til sveita, bók, sem skipar rúm við hlið þorpslýsingarinnar
og stendur henni fyllilega á sporði, tekur henni kannske fram í
meðferð efnis og stíls, en er annars í öllum aðal-atriðum vottur
um nýtt jafnvægisbil á þroskaskeiði skáldsins: hvorki sjónarmið
hans né stíltöfrar hafa breytzt svo að nokkru verulegu nemi. Og
skyldu menn meta þessa nýju bók miklum mun hærra en ,,Þú vín-
viður hreini“, þá ber það að mínu áliti fyrst og fremst vott um
það, að Laxness hefir lcennt þeim að lesa.
Sjálfstætt fólk er hc,tjusaga einyrkjanna á, heiðarkotinu;
sagan um manninn, sem berst 18 ár til að ná eignarhaldi á kotinu
og önnur tíu ár til að borga það, ávallt stritandi sem þræll, ekki
sízt eftir það að hann er orðinn sjálfs sín herra. Það er sagan af
baráttu hans við islenzka umhleypinga sumar og vetur; líf við
þröngan lcost, sem á útmánuðum oft stappar nærri heilu hungri.
Sagan sýnir, hversu harðfengi og hetjudugur mannsins vex í þess-
ari glimu, hún sýnir líka, hversu hugur hans dregur kraft úr and-
legum arfi islenzkrar fortíðar, úr rímum af endalausum bardögum,
sem lýst er í málmklingjandi rímsnilld. Rímurnar verða hersöngur
hans þar sem hann háir sitt stríð við ofurmegin vetrarhríðarinnar
upp á lif og dauða. Þær kenna honum hina fornheiðnu lifspeki, að
herða hjarta sitt þeim mun meir sem máttur likamans þverr.
Kapitulinn, sem segir frá svaðilförum Bjarts bónda í manndráps-
hríðinni, er ein af ágætustu sögum um það, hversu íslendingar
hafa þraukað um þúsund ár á sínu elslcaða en harðskeytta landi
án þess að láta hlut sinn fyrir hamförum náttúrunnar. Guðmund-
ur Hagalín hefir stundum sagt svipaðar sögur af sjóurunum sínum,
t. d. i „Mannleg náttúra“.
Tvímælalaust er hetjuskapurinn lífvænlegt lundarfar þar sem
svona hagar til. En hann hefir sínar skuggahliðar. Hinn ódrepandi
berserkur til vinnu og harðfengis verður sjálfur harður. Hann
hlífir hvorki sér né öðrum, hreystin gerir hann grimman; það er
ranghverfa hetjuskaparins.
Bjarti bónda þykir á sina vísu vænt um konu sína og börn,