Skírnir - 01.01.1935, Síða 227
Skírnir]
Ritfregnir.
225
stríð þeirra fyrir lífi sinu og sjálfstæði, stríð, sem ekki gefur
gleði, jafnvel þótt það sé unnið í orði kveðnu. „Glaður er enginn,
sem vinnur stóra sigra i heimsstyrjöld“, segir Laxness á einum
stað með orðum reynslunnar. Og hér er kornið að rauða þræðin-
um i bókinni, spurningunni um það, hvort þetta stríð borgi sig.
Þeirri spurningu er hvergi svarað beinlínis, en bókin i heild sinni
.gefur ótvírætt svar, jafn ótvírætt svar og þjóðin sjálf hefir gefið
síðasta mannsaldurinn með háttalagi sínu: flóttanum úr þrældómi
sveitanna í frelsi bæjanna. Það má vel gæsalappa þetta frelsi bæj-
anna; og kannske hefir það fremur verið sannfæring manna um
það, að þeir gætu ekki breytt til hins verra, sem rak þá úr sveit-
inni, heldur en hitt, að þeir gerðu sér svo háar hugmyndir um
ágæti þurrabúðarlífsins í þorpunum. Þúsund sinnum hefir þessi
stefna þjóðarinnar verið rökrædd, oftast nær af áhyggju og óvild,
fáir hafa mælt henni bót, jafnvel ekki fjöldinn, sem látið hefir
leiðast af kallinu, en aldrei hefir myndin af ástandinu, sem hleypti
henni af stokkunum, verið dregin af jafn mikilli list og Laxness
gerir í þessari bók.
Líklegt væri, að bókin ýtti óþægilega við hinum allfjölmenna
flokki manna, sem ber byggingu sveitanna fyrir brjósti. Að visu
má eflaust skipta þeim í hóp í tvo dilka eftir því hvort þeim er
verulega alvara (eins og Bjarti bónda), eða þeir bara játa trú
sína með vörunum og ,,sverma“ fyrir sveitinni eins og svo títt
er um kaupstaðabúa, sem komnir eru úr sveit. Það er auðskilið
mál: átthagaástin og æskuminningarnar bregða birtu yfir hinar
fornu stöðvar. Eigi að síður er það svikul trú, sem ekki kemur
fram i verki, enda hefir Laxness fært að þessum rómantísku sveita-
mönnum í mynd og líkingu hreppstjórafrúarinnar. Sveitin og
sveitalífið, sem hún málar í ræðum sínum, er næsta ólikt veru-
leikanum.
Eg hefi því miður eytt allt of mörgum orðum um stefnu
bókarinnar til þess að geta talað nema stutt eitt um list höfundar-
ins. Því bókin er listaverk. Enginn íslendingur kann að sjá og
skrifa um hlutina eins og Laxness. Hann getur séð sama hlutinn,
sama manninn, frá tveim sjónarmiðum (eða jafnvel fleirum) í
einu, stundum lýsir hann frá einu sjónarmiði, en oftar frá báðum
í einu. List hans rninnir þannig oft á ljósa-tækni nýtízku leikhúsa,
þar sem hin dularfyllstu ljósfyrirbrigði, skipti ljóss og skugga, og
leikur allra regnbogans lita, hafa hamskipti á mönnum og hlutum
ú augabragði eða smám saman eftir vild. Oftast nær eru ham-
skiptin hjá Laxness snögg; hann er andstæðnanna maður i list og
lífi. Af þessai'i aðferð hans leiðir það, að hvort sem hann lýsir
ínanni, kú eða koti, þá verður maðurinn, kýrin eða kotið í einu
■að einstaklingi og týpu eða tákni: Bjartur er ósvikinn einstak-
15