Skírnir - 01.01.1935, Síða 228
226
Ritfregnir.
[Skírnir
lingur, sem margir munu kannast við, en hann er um leið ein-
yrkinn, sem alstaðar á öllum öldum er eins. Á sama hátt er kýrin
stundum lifandi komin eins og kýrin, sem kenndi okkur kverið í
gamla daga, aftur á móti verður hún stundum að Auðhumlu, goð-
magninu, sem gefur mönnunum lífið með mjólkinni, sem bogar úr
spenum hennar yfir heiminn. Þetta virðist mér vera hið sérkenni-
legasta við stíl Laxness.
Að lokum skal eg að eins nefna eitt dæmi um snilld Laxness;:
það er niðurlagið á 8. kapítula, um þurrkinn. Fallegra og sannara
ljóð um þreytu og hvíld hefi eg hvorki heyrt né lesið, og líkleg-
þykja mér þessi orð skáldsins til langlífis.
Stefán Einarsson.
Gunnar Gunnarsson: Hvide-Krist. Gyldendalske Boghandel
1934. 264 bls.
Það verður ekki sagt, að höf. auki neinu við bókmennta-
vöxt sinn með þessu riti; — það virðist þvert á móti heldur mega.
telja það með síðri ritum hans, eitthvað á borð við Jón Arason,.
og þó að einu leyti lakara. Byggingu þessarar skáldsögu er sem
sé nokkuð svo ábótavant. Skáldsagan er frásögn tveggja manna,
sögð í fyrstu persónu, og talar annar þeirra stanslaust á 164 blað-
síðum, en hinn látlaust á 100 síðum. Við þetta verður öll frá-
sögnin harla tilbreytingarlaus og einhæf, svo að það liggur við,
að hún sé beinlínis leiðinleg. Hinir sannsögulegu kveikir í skáld-
sögu þessari eru mjög veikir, og víða er þeim hnikað til. Höf. er
í skáldsögunni með vafasömum árangri að reyna að skýra tildrög
kristnitökunnar hér á landi, enda er það ljóst, að frásagan af
því, eins og hún hefir geymzt, er ekki öll; þar hlýtur að vanta
eitthvað inn í, sem ekki hefir verið haft í hámælum og átt að
fara fárra milli, og það hefir vafalaust dáið með þeim, sem það
vissu. Vill höf. láta það vera umhyggju feðra þeirra manna, sem
Ólafur konungur Tryggvason hafði í gislingu eftir að Þangbrandur
var til Noregs kominn,og hafði sagt frá því,hverja útreið hann hefði
fengið í kristniboðsferð sinni til íslands. Veltur þar, að skýringu
höf., mest á Svertingi, syni Runólfs goða í Dal, og eru hinar
löngu ræður skilaboð, sem fóstri Svertings flytur Runólfi frá
Svertingi meðan hann er í myrkvastofu hjá Ólafi konungi, og'
svar það, sem fóstrinn flytur Svertingi frá Runólfi aftur á móti.
Er þar allt togað og teigt úr hófi, og þau orð ásannast ekki, sem
höf. leggur fóstranum í munn: „Ekki var það ætlun min að mæða
þig á mælgi“ — öðru nær —, því að tal hans og Runólfs ei' íullt
af hversdagslegasta uppbyggingarhjali, sem naumast — ekki
einu sinni að forminu til — skarar fram úr algengum miðlungs
postillustíl, og svo af heimspekilegum hugleiðingum, sem heyra