Skírnir - 01.01.1935, Síða 229
Skirnir]
Ritfregnir.
227
má ókeypis á svo að kalla hverju heimili. Það bætir sízt úr skák,
að þetta allt sniðgengur fullkomlega trúarhugarfar þeirrar tíð-
ar, sem verið er að lýsa; það var harðhent og mýktarlaust, en
talið hjá höf. minnir óneitanlega meira á Oxfordhreyfingu vorra
daga en á mót heiðni og kristni hér á landi.
Um tvær aðalpersónur sögunnar, Runólf í Dal og Sverting
son hans, veit maður sáralitið, og það, sem höf. hefir af þeim að
segja, er því skáldskapur einn, en heldur blælitill. Frásagan um
viðskifti þeirra Svertings og Þorvalds víðförla og ferðalag þeirra
saman er einnig skáldskapur, en það, sem höf. segir um viðskifti
Sveins konungs tjúguskeggs og Þorvalds, er aftur á móti bein-
linis þvert ofan í sögur þær, sem til eru, en slíku má ekki vinda
við, enda er frásaga höf. um þetta ólistrænni en frásaga Þorvalds-
þáttar. í mörgum smáatriðum er sögulega rangt sagt frá eða
farið tímavillt. Svo lætur höf. Svein tjúguskegg vera með
„Dannebrog“ við hún á skipum sínum, en um þann fána er ekki
getið fyrri en rúmum 200 árum síðar (1219); ekki er og nein
heimild fyrir því, að íslendingar hafi flutt út brennistein um ár
1000, eins og höf. vill vera láta á bls. 96. Á einum stað kemur
fyrir latnesk setning, „Peregrinari in Christo“, og er hún rang-
lega lögð út „ferðalangur i drottni" (Vandringsmand i Herren).
Harla er meðferð höf. á íslenzkum nöfnum einkennileg og
ósamstæð. Hann ritar nöfn eins og Runólfur, Ólafur og Friðrek-
ur rétt að íslenzkum hætti, enda þótt hann hljóti að vita, að Danir
lesi úr því Rúnölfúr og Olafúr og geti ekki lesið úr ð-i, en ritar
hins vegar Tórður og Torvaldur Vidförle, og ætti Dönum þó ekki
að verða erfiðara um þ en ð, því þeir þekkja hvorugt, en sízt
setti þeim að vera vandara um að lesa ð í víðförli en í Þórður.
Þjórsárdal kallar höf. Tjorsaadalen, en það, sem Danir kalla Bre-
men, kallar hann „Brimar“, svo að þeir skilja ekki við hvaða borg
er átt, og það er fleira af slíku. Höf. segir Hallur paa Síðu en
Gunnar paa Hliðarendi. Reichenau kallar höf. Ríkey, og skilur
það enginn maður, hvorki íslenzkur eða erlendur, en Jón Sig-
urðsson kallaði þar i Ey. Tólfunum kastar þó, þegar Kjartan Ól-
afsson er kallaður Kjartan Pá, rétt eins og viðurnefni föður hans
hefði verið ættarnafn, keypt fyrir 4 kr. hjá stjórnarráðinu um
Það leyti, sem það verzlaði með þá vöru.
Allt tal ritsins er óislenzkt og ólikt tímanum. Stafar þetta,
°S flest allt hitt, af því, að höf. hefur ekki lagt það á sig að kynna
ser sögu og hugarfar þess tíma, sem hann fjallar um, en slík und-
irvinna er óhjákvæmilega nauðsynleg, jafnvel þótt ekki sé undir
annað en skáldsögu.
Mjög oft eru íslenzkir talshættir þýddir orðrétt, eins og
»Ild oppe i Jöklen“ og margt slíkt, sem Danir kunna að afsaka
15*