Skírnir - 01.01.1935, Page 230
228
Ritfregnir.
[Skírnir
með, að það eigi að setja forníslenzkan blæ á stílinn. Stundum
rangnotar höf. nafnorð, hann kallar t. d. ,,Sabel“, en um miðalda-
sverð mundi enginn nota annað orð á dönsku en „Sværd“.
Höfundur, sem liggur svo mikið og merkilegt starf eftir
eins og Gunnar, verður að sætta sig við, að meiri kröfur séu
gerðar til hans en annara, og að vonbrigðin séu sár, ef slikur
maður missir marks, eins og hann ótvírætt virðist hafa gert hér,
enda þótt einstöku kaflar í bókinni séu gullfallegir (t. d. bls. 161
•—162). Hann verður að sætta sig við það, eins og allir aðrir,
að vera allt af mældur við sjálfan sig eins og hann er beztur,
og það rýrir ekki gildi hans, þó að það kunni að koma fyrir, að
hann standist ekki það mál skifti og skifti, því að hann er það
oft búinn að standast það. Hinsvegar verða rithöfundar, sem
nafntogaðir eru orðnir, að minnast þess, að framinn og gengið
leysir þá ekki af skyldu vandvirkninnar.
Guðbr. Jónsson.
Jóhannes úr Kötlum: Og björgin klofnuSu. Þorsteinn M-
Jónsson. Akureyri 1934. 326 bls.
Þetta er saga af heldur ömurlegu og ómerkilegu hjúskapar-
lífi ómerkilegra manna, ómerkilega framsett. Ef viðfangsefnið
yfir höfuð er yrkisefni, sem mjög eru áhöld um, þá er það áreið-
anlega ekki efni í slíkt bókarbákn sem þetta; það hefði verið
bezt að afgreiða það í smásögu, og kynni þá að hafa farið sæ®1'
lega. Efnið er og fléttað einkar viðvaningslega hjá höf., svo að
það vantar ekki einu sinni í bókina bófann, sem tælir eiginkon-
una, og vinnur með alveg sömu snilldarbrögðum eins og bófarn-
ir, sem allir kannast við úr eldhúsrómönum í „Familie Journal
milli 1890 og 1900. Framsetningin öll er svo lausgirt og kæru-
leysisleg, að það er ekki annað sýnna, en að bókinni hafi verið
tjargað upp, ef svo mætti segja. Orðaval allt er svo luralegt og
óvandað, að það sýnist helzt sem höf. hafi haft mikið fyrir þvl
að gera það svona auðvirðilegt. f bókarlok snýr höf. máli mnU
upp í heldur klaufalega agitation fyrir stjórnmálastefnu kommun-
ismans, svo að maður leggur bókina frá sér með þeirri zilfinn-
ingu, auk margra annara, að hún sé léleg stæling á hinni smellnu
auglýsingaskáldsögu Þorláks Ó. Johnson, „Brúðkaupið á Sóleyj-
arbakka“, sem alveg fram að því síðasta heldur sér að ástamál-
efninu, sem þar er farið með, en í lokaþættinum — brúðkaups-
veizlunni — slær á aðra strengi, því að þar stendur siðastur upP
Þorl. Ó. Johnson og flytur ræðu, sem lýkur með verðskrá yfu
matvörur, álnavörur, búsáhöld og önnur þarfindi, sem hann hefur
á boðstólum í verzlun sinni. Lakasti ágalli bókarinnar er sóða
skapurinn í henni. Það er ekki, ef svo mætti að orði komast, æi