Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 231
Skírnir]
Ritfregnir.
229
legt klám, sem væri í sjálfu sér nógu leiðinlegt, en væri samt
fyrir þakkandi. Höf. hefir beinlínis af ásetningi reynt að sulla upp
ógeðslegum lýsingum á ýmsu í sambandi við ástir karla og kvenna,
sem ekkert bókmenntalegt gildi hefir, heldur vekur einskæran við-
bjóð, og hann hefir meira að segja lagt sig í ýtrustu framkróka
til að setja þetta svo fram, að ekki drægi framsetningin úr við-
bjóðnum. Þetta er höf. vafalaust ekki eðlilegt, en það hefir fyrst
og fremst vakað fyrir honum, að Halldóri Kiljan Laxness tekst
oft að ríða tæpasta vaðið í þeim efnum, vegna þess hvað hann er
lipur og leikandi. Þetta hefir höf. viljað stæla, en hann er sjálfur
svo þunglamalegur, að það mistekst gersamlega. Höf. mun og hafa
misskilið ýmislegt. Hann gerir vafalaust ekki réttan greinarmun
á ýmsum, annars glöggum, hugtökum; hann virðist telja menningar-
fágun og hræsni eitt og sama og því gefa sig klúrleikanum á vald,
sem hann virðist halda sé sama og hreinskilni. Allt misskilningur
höf., sennilega af því, að hann er ekki nógu veraldarvanur.
í heild sinni er þetta harla léleg bók, og þó að á stöku stað
séu allgóðar glefsur, þá eru þær tiltölulega fáar, og hefðu, hvað
margar sem verið hefðu, aldrei getað breitt yfir þann viðbjóð, sem
bókin er þrungin af. Aftan á kápu bókarinnar eru prentaðir nokkr-
ir útdrættir úr ritdómum um fyrri rit h'öf., og segir þar í einum,
að Jóhannes hafi flutt sig á hinn æðra bekk íslenzkra höfunda. Sé
það satt, þá- er að minnsta kosti hitt jafnvíst, að með þessari bók
hefir höf. ,,vippað“ sér aftur niður úr því sæti, svo að eitt af
uppáhaldsorðum höf. sjálfs sé viðhaft.
Guðbr. Jónsson.
Framhaldslíf og nútímaþekking eftil' Jakob Jónsson prest á
Norðfirði. Formáli eftir Einar H. Kvaran. Með 7 myndum. E. P.
Briem, Reykjavík, 1934.
Það hefir lengi verið þörf á góðri bók íslenzkri um sálar-
rannsóknir nútimans og þær almennu spurningar, sem standa í
sambandi við það mál. Margir myndu hafa vænzt þess, að Einar
H. Kvaran myndi verða til þess að rita slíka bók, því að til þess
myndi hann hafa verið allra manna færastur á landi hér, að öðrum
ólöstuðum, fyrir sakir reynslu sinnar og þekkingar á málinu. En
honum mun ekki hafa unnizt tóm til þess fyrir öðrum störfum.
Nú hefir síra Jakob Jónsson á Norðfirði tekið sér fyrir hendur
uð bæta úr þessari þörf, sem eg gat um áðan, og verður ekki ann-
að sagt, en að honum hafi tekizt það prýðilega.
Sálarrannsóknirnar hafa verið nefndar „mikilvægasta málið
1 heimi“, og má það til sanns vegar færa. Ríður því ákaflega mik-
ið á því, að þeir menn, sem að þeim standa eða um þær fjalla, séu
hleypidómalausir og með „opinn hug“, jafn-lausir við heimskulega