Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 232
230
Ritfregnir.
[Skírnir
trúgirni, sem gleypir allt ótuggið, sem við bjánalega efagirni, sem
efar allt fram í rauðan dauðann, þrátt fyrir sterkustu sannanir.
En þessi bók er rituð af þeirri sannleiksást og sanngirni, sem gerir
hana að öruggum leiðarvísi um þessi mál, þótt hann sé að vísu
stuttur og mörgu hafi að vonum orðið að sleppa. Höf. tekur, eins
og stendur utan á kápu bókarinnar, „fullt tillit til heilbrigðrar
gagnrýni, sem fram hefir komið, og skýringa frá öðrum en spírit-
istum“. Hann ræðir málið frá fleiri hliðum en einni.
Að mínu viti fer höf. allsstaðar með rétt mál um staðreynd-
ir, og við röksemdafærslu hans hefi eg ekkert að athuga, nema í
einu atriði. Það er í kaflanum um ,,skýringar“ (bls. 133) og er á
þessa leið:
„Tökum til dæmis sjálfstæðar raddir eða líkamninga. Vel má
vera, að eitthvað af því, sem sagt er, sé runnið frá undirvitund-
inni, en útfrymið sjálft, mótun þess í sjálfstæða likami með líf-
færum og óháðri tilveru getur alls ekki vex'ið hennar verk“.
í fyi-sta lagi má segja, að útfrymið hafi ekki algerlega „óháða“
tilveru, því að það er frá miðlinum komið og honum tengt, hvað
sjálfstæður sem líkamningurinn kann að verða. Og í öði'u lagi má
ætla, að sjálf „mótun þess í sjálfstæða likami með liffærum" sé
elcki ofverk fyrir undirvitundina, því að svo að segja það sama
gerir hún (undirvitund móðurinnar eða barnsins), í hvert skipti
sem nýr einstaklingur skapast og þroskast. Eg geng hér alveg frani
hjá því, að það eru sennilega enn þá dýpri lög sálarinnar, sem
þá eru að vei'ki, en það, sem venjulega er kallað undirvitund (the
Subconscious). — Nei, það er einmitt það, sem sagt er, og svo sér-
svipur og séreinkenni likamningsins, (kannske manns, sem miðill-
inn hefir aldrei heyrt né séð,), sem valda því, að vér getum ekki
kennt undirvitund miðilsins um allt saman. Mætti um þetta margt
segja, ef ástæður leyfðu.
Bókinni er skipt i fimm kafla. Pyrst eru ágæt formálsorð eftn'
E. H. Kvaran. Þá er fyrsti kafli, Þekkingin, um það, hvernig menn
öðlist þekkingu, bæði almennt og á þessu máli sérstaklega. Annar
kafli fjallar um efnið og hvoi't fullyrða megi, að ekkert annað se
til, en hinn sýnilegi og áþreifanlegi efnisheimur. Þriðji kafli gefur
yfirlit yfir dularfull fyrirbrigði, og fjórði kafli fjallar um slcýringnr
á þeim. Loks er fimmti kafli, Gröf eða himinn, ályktarorð og loka-
hugleiðingar höfundarins.
Það er ánægjulegt fyrir íslenzka kix-kju, að eiga innan sinna
vébanda mann, sem er fær um að rita svona bók og nógu hleyp1'
dómalaus og áhugasamur til að gera það.
Jakob Jóh. Smári.