Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 233
Skírnir]
Ritfregnir.
231
Kristmann GuSmundsson: Hvite nætter. Roman. Oslo 1934.
Sögur Kristmanns liafa það víst allar sameiginlegt, að þær
fjalla um ást, — ást í ýmsum myndum, allt frá lægstu girndum og
upp að hinum girndavana kærleika, sem horfir upp í himinblámann
og nærist á rósailmi og mánagliti. En lang-oftast lýsir hann venju-
legum ástum karls og lconu, venjulegs fólks, sem hvorki seilist mjög
hátt né fellur mjög lágt. Og sannarlega er ástin þess verð, að um
hana sé ritað. Leyndardómur aðdráttaraflsins milli karls og konu, —
leyndardómur sköpunarinnar er dásamlegur og merkilegur, — auk
þess, sem ástin veitir flestum þá æðstu nautn, þá æðstu hrein-
jarðnesku sælu, sem þeim er unnt að öðlast. Einkanlega hlýtur svo
að fara, að ástin, einkum í sinni líkamlegu mynd, verði skáldunum
hið æðsta, ef þá vantar allt útsýni inn á lönd eilífðarinnar, bæði
hérna og hinum megin grafar.
Þetta útsýni virðist Kristmann nú vera að öðlast. Ást Vals
Hamars, söguhetjunnar í „Hvite netter“, á æsku-unnustu sinni er
í raun og veru þrá eftir einhverju enn æðra, þrá eftir eilífðinni. Og
hann gerir skyssu, þegar hann hefir, löngu síðar, líkamleg mök
við hana, — ekki af því, að slík afskipti séu í sjálfu sér neitt óhrein
•eða syndsamleg, heldur af hinu, að hann ætlar sér að höndla það
■á líkamlegan hátt, sem aðeins verður höndlað andlega. -—■ Þrá hans
•eftir „æskulandinu", fyllingu og friði sinnar horfnu æsku, er af
sömu rótúm runnin. Það er þrá eftir þeirri fyllingu og þeim friði,
sem heyrir „eilífðinni“ til, eins og dulspekingarnir segja, þeim friði,
sem ómögulegt er að ná í horfinni bernsku af þeirri einföldu ástæðu,
að hún er liðin og horfin, en það má ná honum í „núinu“, hvað
áliðið sem orðið er æfinnar, með því að verða aftur barn í hjarta.
í samtalinu við Guðrúnu gömlu opnast Val Hamar sýn inn á
lönd sálarinnar, og þó að hann geti ekki haldið þeirri reynslu
fastri, er hún ógleymanleg. „Det kunde ikke skildres i ord, men
nogen lykkelige öieblikk visste han, at i legemet bor et vesen som
skal leve evig, og at dette vesen er várt egentlige jeg. Og mens den
skjönne illusjon varte, var hele tilværelsen forandret". •— Skáldið
segir hér „illusjon“ (misskynjun, missýning), en það er mörgum
mönnum nú á tímum vissa og veruleiki. Og skáldið heldur áfram:
„Hvis menneskene har en uforgjengelig sjel, da er de ogsá alle like
verdifulle, like store for den ukjente skaper. Da har de felles skjebne
og ansvar for hverandre; da fár hele livet ny mening og nytt inn-
hold. Da er det ikke lenger sá hárdt á mátte resignere overfor op-
lösning og död, da kan selv tapet af gleden bæres“. — En þegar
Valur segist ekki hafa fundið neitt það trúarfonn, sem hann geti
•aðhyllzt, þá svarar gamla konan: „Formen har sá lite á si, gutten
min .... Oplevelsen er alt, den personlige oplevelse av det evige
liv“. — Hér er skáldið komið inn að hjartarótum trúarbragðanna.