Skírnir - 01.01.1935, Side 235
Skírnir.
Ritfregnir.
233
muni fara. Mál hans stingur svo hressilega i stúf við lopa-hátt þann
og vaðmáls-svip, sem nú tíðkast í ræðu og riti, jafnvel hjá sumum
þeim, sem sízt myndu vilja vera við vaðmálið kenndir.
Jakob Jóh. Smári.
Hall Caine: Mona. Saga um tvo einstaklinga. íslenzkað hefir
Jakob Ó. Pétursson. Akureyri. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson.
MCMXXXIV.
Bók þessi eftir Manar-skáldið Hall Caine segir sögu tveggja
elskenda, þýzks manns í enskum fangabúðum á eynni Mön i stríð-
inu mikla og enskrar stúlku, og frá því, hvernig þjóðahatrið og
örðugleikar þeir, sem af þvi stafa, hrekja þau út í dauðann. Öll
sagan andar friði og sáttfýsi og er því þörf og góð, auk þess sem
hún er vel rituð.
Um Hall Caine er óþarfi að fjölyrða. Áður hefir birzt eftir
hann á íslenzku Glataði sonurinn í þýðingu Guðna mag. Jónssonar.
Sú saga gerist að miklu leyti á íslandi.
Jakob Jóh. Smári.
Gríma. Þjóðsögur. Safnað hefil' Oddur Björnsson. Jónas Rafn-
ar bjó undir prentun. X. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akur-
eyri. MCMXXXIV.
Þjóðságnasafnið „Gríma“ er þegar orðið góðkunnugt af fyrri
heftum sínum. Efnið í þessu hefti er samskonar og áður, allt frá
æfintýrum upp að fyrstu handar frásögnum lifandi eða nýlátinna
manna. En fyrstu handar frásagnir eru í sjálfu sér ekki þjóðsagn-
ir, hvað dularfullar sem þær kunna að vera; ,,þjóðin“ hefir ekkert
um þær fjallað. Hefi eg áður bent á, að slíkar sögur eiga ekki
heima meðal þjóðsagna. Að minnsta kosti tvær svona sögur eru
i þessu hefti, og eru það frásagnir ekki ómerkari manna en Páls
Árdals skálds („Græna tréð“) og síra Þorleifs Jónssonar á Skinna-
stað („Svipurinn í Ási“). Slíkar sögur eiga heima í safnritum um
dularfull fyrirbrigði, en ekki í þjóðsögum.
Heftinu fylgir efnisyfirlit yfir 6.—10. hefti, ásamt skýrslu
um frásögumenn, og nafnaskrá.
Jalcob Jóh. Smári.
Par Lagerkvist: Böðullinn. Þýtt hafa Jón Magnússon og Sig-
urður Þórarinsson. Akureyri. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson.
MCMXXXIV.
Bók þessi lýsir böðlinum og starfsemi hans í mannfélögun-
um, að fornu og nýju, i mjög lausu frásöguformi, þar sem stikl-
að er milli draums og veruleika. Höf. byrjar á hjátrú miðaldanna
um böðulinn og handverlc hans, en stekkur síðan yfir í nútíðina