Skírnir - 01.01.1935, Page 236
234
Ritfregnir.
[Skírnir
og lýsir böðulsstarfsemi hennar, sem æst er upp af þjóðahatri og
kynþáttahatri (og mætti þar við bæta ýmsum öðrum haturs-teg-
undum, svo sem flokkahatri, stéttahatri o. s. frv.). Virðist þar vera
greinilegur broddur gegn nazismanum þýzka. Það er ekki ætlun-
in, að bera blak af honum hér, en minna má á það, að hernaðar-
æði, kynþáttahatur (sbr. Bandaríkin) og kúgun við sjálfstæðar
skoðanir, sem ekki falla valdhöfunum í geð, tiðkast nú svo að
segja í öllum löndum, þótt með misjöfnum hætti sé eftir aðstæð-
um. Sannleikurinn er sá, að öll þessi hatursæsing, gegn hverju
sem hún beinist, er skaðleg og hættuleg. Oss er þörf á skilningi og
samúð meðal mannanna, en ekki á hatri og hefnigirni, — á friðar-
vilja, en ekki á hernaðartryllingi, — og þetta gildir um allar
þjóðir og ríki. Og að svo miklu leyti, sem þessi bók getur stuðlað
að því, að samúðin aukist, skilningurinn glæðist og friðarviljinn
eflist, getur hún verið þörf og nytsöm.
Bókin er vel rituð, og þýðingin virðist vera góð.
Jakob Jóh. Smári.
Guðbrandur Jónsson: Frjálst verkafólk á Islandi fram til siSa-
skipta og kjör þess. Reykjavík. Bókmenntafélag jafnaðarmanna.
1932—34.
Þetta er ritgerð við samkeppnispróf um prófessorsembættið
í sögu við háskóla íslands, en höf. var einn af umsækjendum um
embættið. Hann varð að vísu ekki fyrir valinu, en dómnefnd hafði
eftirfarandi ummæli um ritið:
„Ritgerð Guðbrands Jónssonar tekur að því leyti hinum rit-
gerðunum fram, að honum hefir tekizt að safna flestum rannsókn-
arefnum til meðferðar. Og er ritgerðin því að þessu leyti yfir-
gripsmest. Ber hún höf. vitni um dugnað, glöggskyggni um margt,
og fróðleik, sérstaklega á kirkjuleg fræði. Aftur á móti þótti rit-
gerðin gölluð að verulegu leyti um frágang og meðferð heimilda“.
Úr frágangs-göllunum hefir nú verið bætt, en um reglur þær>
sem höf. hefir farið eftir um meðferð heimilda, má auðvitað deila,
eins og hann segir i formála.
Nú vill svo til, að þetta efni, kjör verkafólks á íslandi fram
um siðaskipii, hefir lítt verið rannsakað áður, og verða því rit-
gerðir umsækjendanna grundvallarrit í þeim efnum. Það er þvi
örðugt fyrir mann, sem hefir ekki rannsakað efnið sérstaklega, að
dæma um, hvernig tekizt hafi, nema þá mjög lauslega. En yfir'
leitt vir.ðist mér verk Guðbrands mjög sómasamlega og sumsstað-
ar jafnvel prýðilega af hendi leyst, — en út í sparðatíning nenni
eg ekki að fara. Hér er víða við komið, margháttaður fróðleikur,
og skemmtilega frá honum sagt, eins og Guðbrands er vandi.
Bókinni fylgir tilvísun í heimildir og registur.
Jalcob Jóli. Smári.