Skírnir - 01.01.1935, Side 237
Skírnir]
Ritfregnir.
235
The Problem of Loki by Jan de Vries. Helsinki 1933. Suoma-
Jainen tiedeakatemia. Societas scientiarum fennica. (FF Commu-
nications No. 110.)
Hér er um að ræða rannsókn á eðli Loka og gagnrýning á
heimildunum um hann og þeim skýringum á þeim, sem fram hafa
komið frá ýmsum fræðimönnum, t. d. Axel Olrik, Finni Jónssyni,
van Hamel o. m. fl. Er þetta mikið rit (yfir 300 bls.), og eru goð-
sögur og þjóðsagnir um víða veröld teknar til samanburðar við
norrænar frásagnir. Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að heimild-
irnar séu víða skekktar og skældar frá sinni upprunalegu mynd
og merkingu, en skýringarnar margar meira og minna fráleitar.
Sjálfur kemst höf. að því, að eðlisfar Loka hafi haldizt óbreytt um
langa tíma, en uppruni hans sé tvennskonar, — á annan bóginn sé
hann bragðarefur, en á hinn bóginn menningarberi (culture-hero).
Ekki fær hann mönnunum þó eldinn til umráða, eins og Próme-
þeifur með Grikkjum. En hann hefir fundið upp net og fært goð-
unum, beinlínis og óbeinlínis, ýmsa nytsama hluti.
Höf. er skarpskyggn á veilurnar í skýringum annarra, en hvort
stoðir þær, sem hann rennir undir sínar eigin skoðanir og skýring-
ar, séu að sama skapi styrkar, getur verið vafamál. Bókin er þó
samin af miklum lærdómi og hugkvæmni og er hið ágætasta rit.
En það sér maður af þessu riti, sem fjallar um einn torráðn-
asta kafiann í norrænni goðafræði, að hið eina, sem stendur stöð-
ugt í öllu þessu hafróti tilgátna og skýringa, er listgildi hinna
ódauðlegu frásagna í Snorra-Eddu og kvæðanna um þessi efni,
hvað sem líður goðfræðilegu gildi þeirra í þrengri merkingu eða
í einstökum atriðum.
Jakob Jóli. Smári.
Nokkur rit á ensku um íslenzk fræði.
T. D. Kendrick: A History of the Vikings. London (Methuen
and Company), 1930. X -j- 412 bls.; fjöldi mynda og landabréfa.
Hér verður í stuttu máli sagt frá nokkrum ritum á ensku um
íslenzk fræði, sem út hafa komið á síðari árum, en ekki verið getið
svo teljandi sé á íslenzku.
Víkingasaga þessi á erindi til allra norrænufræðinga og þeirra,
sem fást við sagnfræði Norðurlandaþjóða. Hún er eigi aðeins ágæt-
ust og ítarlegust lýsing á víkingaferðunum, sem samin hefir verið
á enska tungu, að minnsta kosti í seinni tíð, heldur mun einnig
óhætt mega telja hana bezta heimildarrit yfir fjölþætt viðfangs-
efni hennar, þó miklu víðar sé leitað. Að vísu er til fjöldi merkis-
i’ita um það efni á ýmsum málum, en þau fjalla annaðhvort aðeins