Skírnir - 01.01.1935, Síða 238
236
Ritfregnir.
[Skírnir
um einstakar hliðar þess, eða fara svo fljótt yfir sögu, að lesandinn
fær ónóga og óglögga hugmynd um þessar merkilegu ferðir og
fólksflutninga.
Höfundurinn fer eldi viðlent landnám víkinganna; hann fylg-
ir þeim í spor um Norðurálfuna þvera og endilanga, norðan frá
Hvítahafi og suður í Miklagarð, frá Frakklandsströndum að Svarta-
hafi, austur og suður yfir Miðjarðarhaf, og vestur til Vinlands hins
góða. Mr. Kendrick gerir þó stórum meir en að lýsa sjálfum vík-
ingaferðunum. Hann er ágætur fornfræðingur, fornmenjavörður í
British Museum, og þá kemur það ekki á óvart, að hann gerir sér
mikið far um, að skýra tildi'ögin að ferðum þessum og rekur rætur
þeirra langt aftur í forneskju. Er sú aðferðin auðvitað líklegust til
fyllri skilnings á viðfangsefninu. En þrátt fyrir vísindalega við-
leitni höfundar og skarpslcyggni, er hann knúður til að játa, að
ófundin sé enn fullnaðar-skýring á orsökunum til þessa skyndilega
útstreymis Norðurlandabúa úr heimalöndum þeirra samtímis. Sigur-
vinning væri það, ef fræðimönnum tækist að ráða þá gátu. En þó
að höfundi þessa rits hafi ekki tekizt að leysa hana, hefir hann unn-
ið verk sitt svo vel, að honum er mikill sæmdarauki að því.
Hann hefir gengið víða á rekana; fært sér óspart í nyt íslenzk-
ar fornsögur og önnur sagnarit Norðurlanda, sögulegar heimildir
í löndum þeim, sem leiðir víkinganna lágu um, og einnig að sjálf-
sögðu rannsóknir fornfræðinga. Víðsýni og sanngirni í dómum ein-
kenna jafnan meðferð hans á deiluatriðum, og hikar hann þó eigi
við, að taka ákveðna afstöðu til þeirra, þó sumt láti hann eðlilega
liggja milli hluta.
Miklum fróðleik er komið fyrir i stuttu máli í inngangskafla
ritsins og fyrri hluta þess (bls. 1—142), um víkingaferðirnar í
heild sinni og orsakir þeirra, forsögu og uppruna Norðurlandaþjóða,
og sögu þeirra á vikingaöldinni. Mætti helzt finna það að frásögninni
um lífið á víkingaöldinni, að aðferð sú, sem höfundur hefir valið, lýs-
ing á stjórnarstefnu og afrekum einstakra konunga, gefi vart nægi-
lega glögga mynd af þjóðfélagsleguogmenningarlegu ástandi þeirrar
tíðar. Auðvitað ber að hafa það hugfast, að hlutverk höfundar er
fyrst og fremst, að lýsa ferðum norrænna víkinga víðsvegar um
lönd og nýlendum þeirra.
Það gerir hann í síðari hluta bókarinnar og aðalhluta hennar
(bls. 143—387). Sérstaklega merkilegur og verðmætur er kaflinn
um afrek og ríkisstofnun sænskra víkinga i Rússlandi, sem hér eru
gerð ítarleg og ágæt skil. Mjög mikið hefir að sönnu verið ritað
um ferðir víkinganna og landnám á meginlandi Vestur-Evrópu og
Bretlandseyjum, en hér sem annarsstaðar styðst höfundur við hin-
ar nýjustu rannsóknir fræðimanna, og bera því þessir kaflar ritsins
margt nýmeti á borð fyrir lesendur.