Skírnir - 01.01.1935, Page 239
Skírnir]
Ritfregnir.
237
Glögglega og all nákvæmlega segir hér einnig frá landnámsöld
og söguöld Islands, Grænlandsfundi Eiríks rauða og islenzku ný-
lendunni þar í landi (bls. 336—369). Skýrir höfundur meðal ann-
ars frá hinum merkilegu fornfræðirannsóknum Dr. Pouls Nörlunds
á Herjólfsnesi (1921) og að Görðum (1926), sem miklu ljósi varpa
á líf afkomenda íslenzkra landnema á þessum slóðum á 14. og 15. öld.
Lokakafli ritsins fjallar um Ameríkufund norrænna manna;
fer höfundur fimum höndum um það efni, og byggir, auk sjálfra
frumheimildanna gömlu, á hinum beztu ritum og ritgerðum um
þetta efni frá síðari árum. Hallast hann einkum að frásögn Flat-
eyjarbókar um Vínlandsfundinn, þó hann taki fram, að merkir
fræðimenn hafi fundið og finni enn frásögn þeirri margt til for-
áttu; enda telja margir þeir, sem þessum fræðum eru handgengn-
astir, meira treystandi á frásagnir Hauksbókar hér að lútandi.
Fer það að vonum um jafn víðtækt og fjölþætt viðfangsefni
og rit þetta fjallar um, að skoðanamunur er óhjákvæmilegur um
sumar niðurstöður höfundar. Mun t. d. mega segja það með nokkr-
um sanni, að hann geri full lítið úr áhrifum víkinganna á þjóðfélags-
skipun og stjórnarfar Norðurálfu. Á hitt leggur hann réttilega
áherzlu, að það verði ekki auðmetið, hversu þýðingarmikið það
var, að Norðurlandabúar blönduðu blóði við hinar ýmsu þjóðir og
þjóðstofna, sem þeir runnu saman við. Nokkurs ósamræmis kennir
í stafsetningu á staða- og mannanöfnum, en smámunasemi væri
það, að'fara að eltast við slík aukaatriði.
Víkingasaga Mr. Kendricks ber í hvivetna einkenni víðfeðmr-
ar og djúpsærrar fi'æðimennsku, og hún hefir jafnframt þann kost-
inn, sem er stórum fágætari á fræðiritum, að hún er mjög vel rituð
og hin skemmtilegasta. Sögulegir atburðir klæðast þar hæfum bún-
ingi. Hún er einnig prýdd fjölda mynda og landabi'éfa, að ógleymd-
um hentugum nafna- og ritaskrám.
Matthías Thordarson: The Vinland Voyages. Tl'anslated by
Thorstina Jackson Walters. With an introduction by Vilhjálmur
Stefánsson. Edited by Halldór Hermannsson. New York (American
Geographical Society Research Series No. 18), 1930. XV -)- 76 bls.;
myndir og landabréf.
Lesendur Skírnis kannast við rit þetta í islenzka búningnum;
það er ensk þýðing á ritgerðinni Vínlandsferðirnar, eftir Matthías
þjóðminjavörð Þórðarson, sem prentuð var í Safni til sögu íslands
árið 1929.
Þó geysimikið hafi verið ritað um Vinlandsferðirnar á erlend-
um málum, ekki sízt ensku (smbr. ritaskrá H. Hermannssonar: The
Northmen in America, Islandica, II, 1909, og hefir þó margt bætzt
við síðan), var það fyllilega þess virði, að fá þessa glöggu og grein-