Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 241
Skírnir]
Ritfregnir.
239
vöxtum en ýmsa mun hafa grunað, og árangur rannsóknarinnar að
sama skapi takmarkaður; þrátt fyrir það varpar hún nýju ljósi á
sitthvað í kvæðunum og á aldur sumra þeirra. Niðurstöður dr.
Nermans styðja að mörgu leyti þær skoðanir fræðimanna, sem feng-
ið hafa nokkurn byr á síðustu árum, að sum Eddukvæðin séu orðin
til snemma á víkingaöldinni, og önnur jafnvel fyrir árið 800.
Höfundur þessa rits gengur þó feti lengra. Hann telur meðal
annars mjög líklegt, að „Skírnismál“ og „Völundarkviða" séu
orkt fyrir miðja sjöttu öld, eða þar um bil; en hvað snertir bæði
þessi lcvæði, byggir hann skoðanir sinar mjög á hlutaheitum, sem
málfræðinga hefir stórum greint á um í skýringum sinum („hrim-
kálkr“, „gimfastan", ,,lindbauga“) ; sérstaklega þykir mér hann
gera of mikið úr orðinu „hrímkálkr" sem sönnunargagni. Miklu
fremur sannfærandi virðist mér rökfærsla hans um aldur „Helga
kviðu Hjörvarðssonar" og „Sigurðar kviðu innar skömmu“ með til-
liti til „hringsverðanna“ svokölluðu, sem hann leiðir rök að, að
þar sé lýst.
En þegar til þess kemur á hinn bóginn, að ákveða aldur Eddu-
kvæða eftir því einu saman, hve oft þau nefna gull eða silfur,
sýnist það ósjaldan vera að byggja á næsta ótraustum grunni,
einkum hvað gull snei'tir, því að Norðurlandabúar hinir fornu höfðu
kynni af því um langan aldur (smbr. fyrrnefndan kafla höfundar
um gull og silfur á Norðurlöndum), þó í misjöfnum mæli væri á
ýmsum timum; en of rúmfrekt myndi, að ræða hér samband kvæð-
anna og nefndra málma. En fyrst þannig horfir við, mun fleirum
fara eins og þeim, er þetta ritar, að geta ekki fallizt á þau niður-
lagsorð dr. Nermans, að allur þorri Eddukvæðanna sé til orðinn
fyrir byrjun víkingaaldar, eða, aðalþættir flestra þeirra hafi hlotið
að vera ortir fyrir þann tíma.
Sem aðrar bækur Víkingafélagsins er rit þetta framúrskar-
andi vandað að öllum frágangi; myndirnar, yfir sextíu talsins, eru
einnig hinar ágætustu og auka á nytsemi þess og prýði.
J. H. Jackson: SigurSar saga fóts ok Ásmundar Húnakóngs.
Sérprent úr Pnblications of the Modern Language Association of
America. Vol. XLVI, December, 1931.
Eins og ritstjðri Skírnis benti á í ritdómi í fyrra, og undirrit-
aður hefir farið nokkru fleiri orðum um annarsstaðar, hafa eigi
allfáir amerískir fræðimenn tekið sér fyrir hendur á síðari árum
rannsókn á lygisögunum íslenzku, enda er þar um lítt plægðan akur
að ræða. Einn þeirra, sem valið hafa sér þetta verkefni, er pró-
fessor J. H. Jackson, forseti enskudeildar William and Mary College
1 Virginíuríki i Bandaríkjunum, sem dvaldi um tíma við handrita-