Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 242
240
Ritfregnir.
[Skírnir
rannsóknir á bókasöfnum í Reykjavík og víðar á Norðurlöndum
mikinn hluta ársins 1930.
Ávöxturinn af þeim rannsóknum hans er þessi fyrsta útgáfa
af Sigurðar s'ógu fóts og Asmundar Húnakóngs, sem ber gott vitni
lærdómi og vandvirkni útgefandans, því að hún er prýðisvel af hendi
leyst. I itarlegum og fróðlegum inngangi ræðir hann um skyldleika
hennar við erlendar sagnir og kvæði, einkum samband hennar við
Kudrun, miðalda söguljóðið þýzka, og síðan um landafræði sögunn-
ar og handrit hennar; eru þau fjölda mörg, og hefir hún því augljós-
lega átt mikilli hylli að fagna, og sízt að furða, þar sem hún er vel
sögð og að efni til einkar hugþekkt ástaræfintýri.
Fræðimannlegt handbragð er einnig á útgáfu texta sögunnar,
en til grundvallar honum er, eins og sjálfsagt var, lagt höfuðhand-
rit hennar, bókfell frá síðari helmingi 15. aldar, nú á Konunglega
bókasafninu í Stokkhólmi. Hefi eg þá eina athugasemd að gera við
útgáfu textans, hvort ekki væri heppilegast að færa stafsetninguna
til nútíðarmáls, þegar um svo unga sögu er að ræða; en ekki geng
eg þess dulinn, að skiptar skoðanir munu vei'ða um það atriði.
Prófessor Jackson á þökk skilið fyrir þessa útgáfu sína, og
er gott að eiga von á fleiri jafn vönduðum útgáfum af öðrum lygi-
sögum frá hans hendi.
Richard Beck.
Meistari Hálfdan eftir Jón Helgason dr. theol., biskup. —
E. P. Briem. Reykjavík.
Margir ágætismenn vorrar fámennu þjóðar hvíla svo í gröf-
um sínum enn, að enginn hefii' minnzt þeirra svo sem 'verðugt
væri, og niinning þeirra máist smátt og smátt út með þjóðinni
eptir því sem árin líða. Það er því lofsvert verk, er einhver tekur
sig til og gerir minningu slíkra merkismanna góð og makleg skil,
en slíkar æfisögur, ritaðar af samvizkusemi og skilningi, geta verið
mikið meira en lýsing á manninum, sem þær fjalla um, og frásögn
um æfi hans. Þær geta um leið gefið góða og glögga mynd af um-
hverfi söguhetjunnar og aldarfari æfi hans, og hafa þá gildi fyrir
almenna sögu þjóðarinnar á því tímabili.
Æfisaga meistara Hálfdáns eptir biskupinn dr. Jón Helgason
er þetta hvorttveggja, skýr og skilmerkileg lýsing á æfi og stax'fi
meistara Hálfdáns, eptir þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, og
um leið er þar lýst ýmsu í aldarfari þeirra tíma, er hann lifði n,
einkum ásigkomulagi menntamála og skólamála hér á landi um þær
mundir. Hygg eg, að því efni, einkum aðbúnaði skólanna og starfs-
háttum, hafi eigi verið betur lýst í öði'u riti hingað til. Meistari
Hálfdán kemur lesandanum fyrir sjónir i riti þessu, í Ijósi sms
eigin tíma, og einmitt fyrir þá sök fær lesandinn réttari mynd af