Skírnir - 01.01.1935, Page 243
Skírnir]
Ritfregnir.
241
honum og getur betur metið hann. Meistari Hálfdán vex við það
að sjást í því ljósi. Kjörin, sem hann bjó við, voru svo ömurleg og
aðstæðurnar allar voru svo örðugar og fátæklegar, að það hlýtur
að vekja aðdáun vora, hversu trúlega og dyggilega hann samt sem
-áður gat unnið til æfiloka, að köllunarverki sínu, að halda uppi
menntalífi í landinu. Meistari Hálfdán var maður, sem ekki bar
mikið á um æfina. En hann var einn hinna kyrlátu og dyggu
manna, sem með þrautseigju og þolinmæði og tryggð við hugsjón-
ir sínar héldu ljósinu logandi hjá þjóðinni, þegar sem mest syrti
að. Fyrir það mega seinni tíma menn vera honum þakklátir, og
það er vel farið, að minningu hans skuli nú, 150 árum eftir lát hans,
vera haldið á lofti jafn vel og myndarlega og frændi hans, dr. Jón
Helgason, gerir með þessari æfisögu hans. Bókin er ein hin vand-
aðasta æfisaga, sem á islenzku hefir verið rituð, og höfundurinn
hefir með henni auðgað sögubókmenntir vorar að góðu og merki-
legu riti. Ó. L.
Frantisek Pospísil: Etnclogické materiálie z jihozápadu
U. S. A. Brno 1933. 256 bls. í 8vo. — Þjóðfræðileg rannsóknar-
efni í suðvesturhluta Bandaríkjanna (Arizóna og Ný-Mexíkó).
Höfundurinn, dr. Pospísil, prófessor og forstöðumaður Þjóð-
fræðideildar landsminjasafnsins í Brunn í Mahren, hefir sent hing-
að þetta rit sitt um lifnaðarháttu Skrælingja (Indiána) á tiltekn-
um slóðum í Vesturheimi og beðizt þess mjög innvirðulega, að þess
yrði getið, þó ekki væri nema með nokkrum línum. Höfundurinn
•er mjög duglegur rannsóknamaður og vísindamaður á sínu sviði.
Hefir hann áður fengizt mest við þjóðfræðilegar rannsóknir og
þjóðgripasöfnun heima fyrir og raunar um alla Norðurálfuna, en
hefir nú fært út kvíarnar. Eiga þessar rannsóknir hans vestra að
vera upphaf slikra starfa víðar um heiminn. Er þetta rit fyrsti
hluti af miklu verki um Indíána; annar hluti verksins verður í 3
•deildum, og skýrir höf. frá efni þeirra í þessari bók. Þessi hlut-
inn er á tjekkísku, en útdráttur á ensku með; hinn verður á ýms-
um málum, tjekkísku, þýzku, frakknesku og ensku. Eitið er mjög
vel og prýðilega sett myndum og að öllu leyti gert fallega úr garði.
Hi'júgur hluti þess er skrá yfir þau rit, sem áður hafa verið prent-
uð um Indiána; eru þau nú mörg, því að fjöldi vísindamanna hefir
nú um langan aldur gefið sig við rannsólcnum þessara upprunalegu
þjóða í Vesturálfu. — Höf. lýsir iðnaði þeirra þjóðflokka, sem hann
rannsakaði sérstaklega, lifnaðarháttum þeirra og þjóðsiðum, trúar-
brögðum þeirra og helgisiðum. Er þetta allt fróðlegt og merkilegt,
einkum til samanburðar við tilsvarandi efni með öðrum þjóðum á
lágu menningarstigi, og verður þetta rannsóknarefni margra manna
16