Skírnir - 01.01.1935, Side 246
244
Finnur biskup Jónsson og Kirkjusagan.
[Skírnir
ur biskup hefði viljað dylja það, og væri því hér um rithnupl að
ræða. Nú var auðvitað ekkert í sjálfu sér eðlilegra, en að Finnur
notaði rit föður síns, sem að miklu leyti voru um sama efni og hann
ritaði um. Að hann hefir skoðað rit hans sem góða heimild, er ekki
láandi; eins er hitt víst, að hann hefir ekki ætíð haft nein gögn til
þess að gagnrýna ritin og rannsaka hin einstöku atriði og áreiðan-
legleik þeirra, og heldur ekki þótzt hafa neina ástæðu til þess.
Hvort hann samt sem áður hefir gert leiðréttingar við rit föður síns,
get eg ekkert sagt um; til þess þyrfti rannsóknir, sem eg get ekki
gert. En hitt er víst, og það er aðalatriðið hér í þessu máli, að
Finnur hefir alls ekki dregið neina fjöður yfir, að hann hafi notað
rit föður síns og stuðzt við þau. I formálanum að 4. bindi Kirkju-
sögunnar skýrir hann nákvæmlega frá heimildum sínum við hvert
tímabil. Hann telur upp fornrit (sögur, annála, bréf o. s. frv.), sem
hann hefir notað, og svo segir hann (bls. c 4, v.) hér um bil svo:
„En eins og eg gjarna vil, að hver fái sitt hrós, sem eg á sann-
lega mikið að þakka í þessu verki, svo býður sannleikurinn mér að
játa það afdráttarlaust, að rit þau og söfn, sem faðir minn, sællar
minningar, lét eftir sig og upp eru talin í 3. bindi s. 504, um fram
allt hafa stutt samningu alls þessa rits, eins og það er, frá upp-
hafi til enda, þar á meðal einkum ævisögur biskupanna í hvoru-
tveggja stiftinu, hirðstjóra annáll og slcólameistaratal í Skálholti;
í þessum ritum, eins og í öðrum ritum hans, birtist djúpur lær-
dómur samfara nauðsynlegri athugan og vísindalegri rannsókn.---------
I einu orði sagt: ef hann hefði ekki samið nefndar bækur og rit-
gjörðir, hefði eg ekki getað samið helminginn af riti mínu“ (sbr.
og ummælin í 2. bindi, 645 n.m.).
Þetta eru fullgreinileg ummæli og öðru nær en þau vilji breiða
yfir það, að Finnur biskup hafi tekið margt frá föður sínum. Þvi
eru þau ummæli, er eg gat um, að öllu leyti röng og ranglát, og
ættu því aldrei að vera endurtekin. Þessar línur eru skrifaðar til
þess að vara við þeim eftirleiðis. Finnur hafði fullt leyfi til þess
að nota rit föður síns, og hann gerir ráðvandlega fulla grein fyrir
því. Hann þakkar líka öðrum fyrir þá hjálp, sem hann hefir notið,
t. d. Jóni Eiríkssyni, og ekki sízt Hannesi, syni sínum, fyrir þá góðu
hjálp, sem hann hafi látið í té við samanburð við frumrit í Khöfn,
prófarkalestur, latínskar þýðingar á bréfum o. s. frv.
Það er víst, að Finnur biskup hefir ekki viljað eigna sér ann-
að og meira en hann átti.
Finnur Jónsson.