Skírnir - 01.01.1935, Síða 248
II
Skýrslur og reikningar.
Guðmundur Ólafsson, hæstaréttannálaflutningsmaður,
Guðrún Björnsdóttir frá Grafarholti,
Halldór G. Aspar, Akureyri,
Dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður,
Haraldur Sigurðsson, forstöðumaður,
Jón Þorláksson, borgarstjóri,
Lárus H. Bjarnason, fyrrum hæstaréttardómari,
Magnús H. Lyngdal, kaupmaður á Akureyri,
Ólafur J. Halldórsson, kaupmaður, Vík,
Runólfur Runólfsson, bóndi, Norðtungu,
Samúel Ólafsson, söðlasmiður.
Fundarmenn stóðu upp og minntust hinna látnu félags-
manna.
I stað drs. Hannesar Þorsteinssonar hafði herra prófessor
juris Ólafur Lárusson verið kjörinn í fulltrúaráð félagsins sam-
kvæmt lögum, unz næsta kosning færi fram.
í félagið höfðu gengið, kvað forseti, um 20 nýir félagar síð-
an á síðasta aðalfundi.
Því næst las forseti upp ársreikning félagsins og efnahags-
reikning þess. Höfðu þeir verið endurskoðaðir án nokkurra sér-
legra athugasemda. Voru þessir reikningar síðan bornir upp til
samþykktar og úrskurðar fundarmanna, og samþykktir með öll-
um greiddum atkvæðum.
Þá las forseti upp reikning sjóðs Margrétar Lehmann-Filhés
og reikning afmælissjóðs félagsins. Voru þeir báðir endurskoð-
aðir, og hafði ekkert fundizt að athuga við þá.
2. Þá voru kjörnir endurskoðendur. Forseti gat þess í sam-
bandi við þá kosningu, að fulltrúaráðið hefði kjörið Þorstein Þor-
steinsson hagstofustjóra, er hingað til hefði verið endurskoð-
andi félagsins um mörg ár, til þess að taka bráðlega sæti í full-
trúaráðinu til næstu kosningar í stað séra Magnúsar Helgason-
ar, er færi senn úr bænum og gengi því úr fulltrúaráðinu sani-
kvæmt lögum félagsins. — Þorsteinn Þorsteinsson stakk upp n,
að hinn endurskoðandinn, Þorkell Þorkelsson, veðurstofustjóri,
yrði endurkosinn, og í sinn stað Brynjólfur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri. Voru þeir síðan kosnir með öllum atkvæðum.
3. Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu félagsins þetta ar,
Skírni, Annálum, Safni og Fornbréfasafni. Kæmi út af hverju
riti ámóta stórt hefti og síðastliðið ár. — Samúel Eggertsson
spurðist fyrir um, hvað liði útgáfu ævisagnabókarinnar. — For-
seti svaraði þeirri spurningu nokkrum orðum, og í sambandi við
það gjörði hann enn nokkra grein fyrir fjárhag félagsins og bar
hann saman við hag þess undanfarin ár. — Enn fremur tóku 'cil
máls séra Jón Finnsson, er gaf skýring á því, hvers vegna alþingi