Valsblaðið - 24.12.1967, Side 5

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 5
VALSBLAÐIÐ 3 - STARFIÐ ER MARGT - ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR: AÐALFUNDUR félagsins árið 1966 var háður hinn 7. febrúar s.l. Stjórn félagsins fyrir árið 1967 var þannig skipuð: Ægir Ferdin- andsson, formaður, kosinn á aðal- fundinum, en aðrir sem kosnir voru skiptu með sér verkum, sem hér segir: Friðjón Friðjónsson, ritari; Þórður Þorkelsson, gjald- keri og Jón Kristjánsson, bréfrit- ari. Á aðalfundi 1966 var sam- þykkt að eftirleiðis, eða þangað til öðruvísi yrði ákveðið, skyldu for- menn deildanna vera sjálfkjörnir til þess að eiga sæti í aðalstjórn, en þeir eru þessir: Elías Hergeirs- son, formaður Knattspyrnudeild- ar, Garðar Jóhannsson, formaður Handknattleiksdeildar og Matthías Steingrímsson, formaður Skíða- deildar, og síðar Stefán Hallgríms- son, sem tók við formennsku af Matthíasi á aðalfundi deildarinnar í september, og Páll Jörundsson, formaður Badmintondeildar. — Sú breyting varð á skipan aðalstjórn- ar að tveir meðlima hennar hurfu úr henni, eftir langt og giftudrjúgt stjórnarstarf um árabil. Annars- vegar Páll Guðnason, sem verið hefir formaður s.l. 4 ár, og Gunn- ar Vagnsson, varaformaður um árabil og þar áður formaður. Var þeim báðum þökkuð ágæt forusta og margþætt störf, fyrr og síðar. En þó þeir láti nú af stjórnar- störfum um sinn, eru þeir báðir, eftir sem áður, í fylkingarbrjósti þess hóps Valsfélaga, sem hvað bezt sinna félagsmálunum. Svo sem verið hefir frá því deildaskiptingin tók gildi, hefir meginstarfið í félaginu farið fram í hinum ýmsu deildum, sem allar hafa sérstaka stjórn og sérstakan fjárhag. Megin hlutverk aðal- stjórnarinnar hefur verið að styrkja og aðstoða deildirnar eftir því sem eftir hefir verið leitað, hverju sinni, og hefir það verið gert eftir því sem við hefir verið komið í hverju einstöku tilfelli. Allar hafa deildirnar unnið vel og kappsamlega á starfsárinu, undir öruggri forystu stjórna sinna, og stendur félagið í heild í mikilli þakkarskuld við þær, stjórnir þeirra og ýmsa einstaklinga, sem hér hafa að unnið. Að öðru leyti vísast til skýrslna deildanna, sem birtar eru í blaðinu undir fyrir- sögninni „Starfið er margt," og vissulega er það orð að sönnu. Framkvæmdir. Svo sem verið hefir undanfarin ár, var haldið áfram að vinna að ýmiskonar framkvæmdum í landi Hlíðarenda, bæði er tók til valla, ræktunar og annarra fram- kvæmda. Komið var í framkvæmd lýsingu malarvallarins, en undirbúningur að því var hafinn á s.l. ári. Með því móti er unnt að stunda úti- æfingar í knattspyrnu, í svartasta skammdeginu við viðunandi skil- yrði. Þá vann flokkur unglinga frá Reykjavíkurborg ýmiskonar störf á landareigninni, svo sem verið hefir áður, og ber að flytja borgar- yfirvöldunum þakkir fyrir slíka aðstoð. Á árinu, eða í upphafi kjörtíma- bilsins var langþráðu félagslegu takmarki náð með því að taka Ægir Ferdinandsson formaður, ötull í starfi og þéttur við meiningu sína. skrifstofu félagsins í notkun. En vissulega er slíkur samastaður nauðsynlegur, slík sem félagsleg starfsemi Vals er orðin margþætt og slungin. Hefir allt félagsstarf Vals, sérstaklega að því er til stjórna- og nefndastarfa tekur, tekið miklum og góðum stakka- skiptum með þessu. Eiga þeir fé- lagar Vals sem hér hafa hvað mest að unnið, miklar þakkir skilið. Fundahöld. Alls hefir stjórnin haldið 25 fundi það sem af er kjörtímabil- inu og tekið fyrir margskonar mál- efni, smá og stór, rætt þau og af- greitt. Stjórnarmeðlimirnir mættu vel og stundvíslega. Stuttu eftir að stjórnin tók við, efndi hún til sameiginlegs fundar með öllum deildarstjórnum og nefndum og öðrum trúnaðarmönn- um félagsins. Var var vel mætt og rætt um félagstarfið frá öllum hlið- um. Formenn deildanna skýrðu frá störfum þeirra og nefndir frá sínum hlutverkum og hvernig þau

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.