Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 5

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 5
VALSBLAÐIÐ 3 - STARFIÐ ER MARGT - ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR: AÐALFUNDUR félagsins árið 1966 var háður hinn 7. febrúar s.l. Stjórn félagsins fyrir árið 1967 var þannig skipuð: Ægir Ferdin- andsson, formaður, kosinn á aðal- fundinum, en aðrir sem kosnir voru skiptu með sér verkum, sem hér segir: Friðjón Friðjónsson, ritari; Þórður Þorkelsson, gjald- keri og Jón Kristjánsson, bréfrit- ari. Á aðalfundi 1966 var sam- þykkt að eftirleiðis, eða þangað til öðruvísi yrði ákveðið, skyldu for- menn deildanna vera sjálfkjörnir til þess að eiga sæti í aðalstjórn, en þeir eru þessir: Elías Hergeirs- son, formaður Knattspyrnudeild- ar, Garðar Jóhannsson, formaður Handknattleiksdeildar og Matthías Steingrímsson, formaður Skíða- deildar, og síðar Stefán Hallgríms- son, sem tók við formennsku af Matthíasi á aðalfundi deildarinnar í september, og Páll Jörundsson, formaður Badmintondeildar. — Sú breyting varð á skipan aðalstjórn- ar að tveir meðlima hennar hurfu úr henni, eftir langt og giftudrjúgt stjórnarstarf um árabil. Annars- vegar Páll Guðnason, sem verið hefir formaður s.l. 4 ár, og Gunn- ar Vagnsson, varaformaður um árabil og þar áður formaður. Var þeim báðum þökkuð ágæt forusta og margþætt störf, fyrr og síðar. En þó þeir láti nú af stjórnar- störfum um sinn, eru þeir báðir, eftir sem áður, í fylkingarbrjósti þess hóps Valsfélaga, sem hvað bezt sinna félagsmálunum. Svo sem verið hefir frá því deildaskiptingin tók gildi, hefir meginstarfið í félaginu farið fram í hinum ýmsu deildum, sem allar hafa sérstaka stjórn og sérstakan fjárhag. Megin hlutverk aðal- stjórnarinnar hefur verið að styrkja og aðstoða deildirnar eftir því sem eftir hefir verið leitað, hverju sinni, og hefir það verið gert eftir því sem við hefir verið komið í hverju einstöku tilfelli. Allar hafa deildirnar unnið vel og kappsamlega á starfsárinu, undir öruggri forystu stjórna sinna, og stendur félagið í heild í mikilli þakkarskuld við þær, stjórnir þeirra og ýmsa einstaklinga, sem hér hafa að unnið. Að öðru leyti vísast til skýrslna deildanna, sem birtar eru í blaðinu undir fyrir- sögninni „Starfið er margt," og vissulega er það orð að sönnu. Framkvæmdir. Svo sem verið hefir undanfarin ár, var haldið áfram að vinna að ýmiskonar framkvæmdum í landi Hlíðarenda, bæði er tók til valla, ræktunar og annarra fram- kvæmda. Komið var í framkvæmd lýsingu malarvallarins, en undirbúningur að því var hafinn á s.l. ári. Með því móti er unnt að stunda úti- æfingar í knattspyrnu, í svartasta skammdeginu við viðunandi skil- yrði. Þá vann flokkur unglinga frá Reykjavíkurborg ýmiskonar störf á landareigninni, svo sem verið hefir áður, og ber að flytja borgar- yfirvöldunum þakkir fyrir slíka aðstoð. Á árinu, eða í upphafi kjörtíma- bilsins var langþráðu félagslegu takmarki náð með því að taka Ægir Ferdinandsson formaður, ötull í starfi og þéttur við meiningu sína. skrifstofu félagsins í notkun. En vissulega er slíkur samastaður nauðsynlegur, slík sem félagsleg starfsemi Vals er orðin margþætt og slungin. Hefir allt félagsstarf Vals, sérstaklega að því er til stjórna- og nefndastarfa tekur, tekið miklum og góðum stakka- skiptum með þessu. Eiga þeir fé- lagar Vals sem hér hafa hvað mest að unnið, miklar þakkir skilið. Fundahöld. Alls hefir stjórnin haldið 25 fundi það sem af er kjörtímabil- inu og tekið fyrir margskonar mál- efni, smá og stór, rætt þau og af- greitt. Stjórnarmeðlimirnir mættu vel og stundvíslega. Stuttu eftir að stjórnin tók við, efndi hún til sameiginlegs fundar með öllum deildarstjórnum og nefndum og öðrum trúnaðarmönn- um félagsins. Var var vel mætt og rætt um félagstarfið frá öllum hlið- um. Formenn deildanna skýrðu frá störfum þeirra og nefndir frá sínum hlutverkum og hvernig þau
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.